Hún gekk litla stíginn sem hún gekk alltaf. Fótspor hennar gerðu létt för í harðann, hálffrosinn snjóinn. Hrjúft hljóðið sem fætur hennar gerðu voru einu hljóðin sem hún heyrði. Hún renndi hendinni í gegnum þykkt hárið, fann fyrir öllum litlu fléttunum innan um svarta hárlokkana sem hún flétti öllum fríum stundum. Hann elskaði þessar fléttur. "Eins og álfur! hafði hann alltaf sagt…
Að hugsa um hann fékk hjartað hennar til að verkja svolítið, eins og sár sem maður hefur kroppað í í of langan tíma, og grær aldrei. Hún lét frá sér lítið andvarp, og þunnt gufuský flögraði frá henni. Hún lék við sígarettustubbinn milli fingra sér. Enn önnur farin… Henni leið meira að segja illa út af sígarettunni, eins og útbrenndur stubburinn væri í raun líf, og hafði brunnið út lífi sínu of hratt.
Stutt undursamlegt líf, sem var tekið frá henni.
Hún gekk áfram og vindurinn tók að stigmagnast, gaf henni hroll.
Hann hafði alltaf gengið þessa leið með henni, frá því þegar þau voru bæði yngri, ung, saklaus og einföld. Lífið hafði verið svo einfalt og auðvelt þá.
Nú…
Nú myndi hann aldrei ganga þessa leið með henni. Aldrei aftur.
Hún tók síðasta smók sígarettunnar og henti henni frá sér, reiðilega. Tár voru skyndilega í augum hennar. Hún stöðvaði. Af hverju líður mér svona!? Hvern einasta dag, hverja einustu fokking mínútu.. af hverju?
Henni leið eins og tilvera hennar væri orðin tilgangslaus. Hvert skref, hver andardráttur, hverju orði sem hent var út til veranna í þessum heimi … tilgangslaus.
Þau höfðu enga meiningu, ekki lengur, orðin voru bara endurtekningar sagðar til að halda áfram venjubundnu lífinu, án nokkurrar tilbreytingar.
Hann hafði aldrei verið venjulegur, hann hafði alltaf sagt eitthvað sem fékk hana til að stöðva og hugsa, pæla og brosa.

Enginn gerði það lengur.
Hugur hennar fór aftur, eins og hann hafði gert síðasta mánuðinn, til dagsins. Dagurinn sem kistulagningin hans var á.
Hún mundi bara eftir nokkrum andartökum af þeim degi. Hún var í algjöru helvíti, hún sá móðu og heyrði ekkert. Hún mundi bara eftir andliti hans, friðsælu, sofandi andliti hans. Hún mundi eftir asnalegu fötunum sem hann var klæddur í, föt sem hann myndi aldrei vera venjulega í. Hún mundi eftir að þetta var í kirkju, eitthvað sem hann hafði alltaf verið á móti. Samt var hann svo friðsæll… Dökkbrúnn hárlubbinn hans lá niður með andlitinu og hún snerti hann, tárin föst í kokinu hennar, of niðurbrotin og dofin til að koma út.
Hún kyssti hann. Varir hans voru kaldar. Hún lét frá sér niðurbrotið hljóð, og hvíslaði ást sína til hans, að eilífu…

Móðir hans stóð þarna. Hún gekk til hennar og hvíslaði Þú áttir að virða skoðanir hans. Þú áttir að gefa honum það sem hann vildi!
Tárin komu þá, og hún gat ekki sagt meir, heldur hljóp út, burt frá öllu fólkinu sem hún þekkti ekki, burt frá vinum hennar. Enginn þarna gat sagt neitt fyrir hana..

Hin hræðilega, kæfandi tilfinning sem hún hafði fundið aftur og aftur síðan hann fór gekk yfir hana aftur. Hnén hennar skulfu og kiknuðu, henni svimaði og hún varð að grípa í ljósastaur til að falla ekki í snjóinn.Tár hennar runnu hljóðlega niður kinnar hennar.
Ef ég gæti bara… látið þessa tilfinningu … hverfa. Ég vildi frekar finna fyrir engu..
Hún setti hikandi hönd í vasann á þykkum frakkanum, og fann fyrir litlum plastpokanum. Hún vissi að það sem var í honum var hættulegt, jafnvel lífshættulegt. Hún hafði heyrt um fólk sem hafði dáið eftir einn skammt. Hvað með það… skiptir ekki máli lengur.. Hún tók litla pilluna með lítið X skrifað á báðar hliðar og gleypti hratt, án þess að hugsa.
Nokkrar sekúndur liðu.
Hnén gáfu undan, og hún rann niður á kalda, ísi lagða jörðina. Nema jörðin var ekki köld lengur… Hún var ekki neitt.
Hún fann ekki fyrir neinu..

Þessi pilla yrði hin fyrsta af mörgum.
En á þessarri stundu fann hún ekki lengur sársaukann. Í fyrsta sinn síðann hann fór, fann hún hamingju.
True blindness is not wanting to see.