Sæl mér langaði að fá að vita hver eftirminnilegustu mómentin með elskunni ykkar hafa verið.

Ég skal byrja:

Það var mánudagurinn 24 sept síðastliðinn þegar ég og kærastan mín héldum uppá 1 árs afmælid okkar saman, þetta var svo yndislegt að það er alveg með ólíkindum, við hittumst eftir kvöldmat heima hjá henni, hún var búin að kveikja á kertum og gera svaka rómó þegar ég kom við vorum bæði búin að finna gjafir handa hvort öðru sem við gersamlega dýrkum bæði sem sagt gjafirnar og þetta var svaka næs og við föðmuðumst og kysstumst alveg endalaust og kepptumst um að segja hvað við elskum hvort annað mikið.
Svo fórum við út í göngutúr og gengum útá risastórt tún sem hefur orðið svona uppáhalds túnið hjá okkur báðum svo löbbuðum við aðeins meira og föðmuðumst nánast alls staðar og horfðumst í augu við hvort annað, við sögðum ekki mikið en ég gat séð ástina og hamingjuna í augum hennar og hún alveg örugglega í mínum augum(ég hef aldrei verið svona hamingjusamur á ævi minni) svo byrjaði að rigna og við hlupum heim….. alveg einsog í bíó gekt rómó.
Svo fórum við í bío og skemmtum okkur vel þar :)
Ég á aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi þetta var það alfullkomnasta kvöld í heimi með alfullkomnustu stelpu í heimi ég elska hana svo mikið að það er oft sárt, mar finnur stundum geðveikan sting í brjóstinu þegar ég hugsa um hversu mikið ég elska hana.
Ég á eftir að elska þessa manneskju það sem ég á eftir lifað sama hvað gerist þá mun ég ávallt elska hana, vegna hennar líður mér vel og hef gaman af því að lifa, hún fullkomnar mig gjörsamlega.


Endilega segið mér og öllum hér inná Rómantík frá ykkar eftirminnilegustu mómentum með ástinni í lífi ykkar.