Ég hef lennt í þessu. Ég vona að þetta svar geti komið að notum. Ég lennti í því að verða hrifinn af vinkonu minni sem bjó úti á landi. Ég átti mikið af skildmennum í sama bæ og hún bjó á. Ég réð mig í vinnu hjá frænda mínum við múrverk og fór þangað. Ég skemmti mér alveg konunglega þetta sumar. Það tók mig langan tíma að játa þetta fyrir henni. Hún sagði mér að ég væri æðislegur vinur en hún hafði ekki þannig hug til mín. Ég varð auðvita alveg geðveikt sár. Ég hélt að ég gæti ekki litið dagsljós aftur. En þetta var ekki þetta mikið mál, ég talaði fljótt aftur við hana og þetta gerði ekki vont fyrir okkar samband, þetta bætti það í raun og veru. Við erum búnir að vera rosalega góðir vinir í núna 4 ár. Ef hún er vinur og góð persóna þá getur þetta ekki endað illa. Þetta gæti orðið vandræðarlegt um tíma þar til að þið talið um þetta. Ég veit að þetta gerðist líka fyrir góða vini mína en það gerðist ekki því hinn aðilinn vildi ekki eyðileggja vináttu þeirra. Þau eru bestu vinir en þann dag í dag. Ok, það versta sem getur gerst er að þetta verður vandræðarlegt í nokkra daga. Passaðu bara að þú slítir ekki vináttunni ef þú villt halda henni því að það er miklu líklegra að þú gerir það heldur en hún útaf skömmunni einni saman. Passaðu þig á að halda sambandinu, þetta á ekki að gera neinn skaða.
Hugsaðu samt um einn hlut, hvað ef hún tekur vel undir þennan hlut. Ég mundi samt lílega ekki bara ganga upp að henni á hvaða tíma sem er og spurja hana. Ég mundi t.d. reyna að láta þetta gerast í teiti þar sem þið eruð eitthvað að hafa gaman og reyna að láta þetta enda í kossi. Þá er mun líklegra að hún taki undir þetta ef þetta gerist á þann hátt.
Ef þú gerir ekki neitt þá áttu eftir að sjá eftir þessu að eilífu. Það er betra að lenda í einhverju vondu og sjá eftir því heldur en að sjá eftir því alla tíð að þú hafir ekkert gert og hugsað um hvað hefði geta gerst. Ekki láta þetta naga þig, gerðu eitthvað í málinu. Maður er sinn eigin gæfusmiður.