Kæru lesendur.
Ég er hér drengur á tvítugsalri og bið um smá ráðleggingar.
Eins og er þá bý ég út á landi og á kærustu í bænum sem ég elska mikið. Vandamálið er að ég get ekki hitt hana nema um helgar, og þá skipptumst við á helgum. Aðra hverja helgi kemur hún og aðra hverja helgi fer ég í bæinn.
Vandamálið er: eins og er þá á ég ekki neinn pening vegna skólans, og næ ekki að afla mér nægan pening í vetur. Ég á ekki möguleika að vinna mikið með skólanum, enn ég er með öruggan 10-20 þús á mán ef ég vinn eitthvað aðeins um helgar, sem myndi bittna á sambandinu. Eins og þessi helgi þá kemst ég ekki í bæinn og hún ekki hingað, áframhaldandi myndi þetta leiða til dauða þessa sambands. Ég er orðin hræddur um að hún sé orðin þreitt á þessu veseni.
Hvað myndi ég þurfa til að láta sambandið ganga? þarf ég að flytja(sem væri mikið mál fyrir mig), hafa hverja helgi Spes(og hvernig þá), og/eða hvað.
Þakka mikið fyrir öll svör
Mannom