Sagan mín, og okkar. Jæja, mig langaði að segja sögu um mig og kærasta minn, JonMaiden (huganafn)
Við erum búin að vera saman í meira en 9 mánuði.
Á þeim tíma sem við byrjuðum saman var ég að ná mér upp úr erfiðu tímabili, þ.e.a.s. þegar minn fyrrverandi lést.
Ég bjó hérna í Reykjavík á þeim tíma sem hann fór en við höfðum fundið okkur íbúð og ætluðum að byrja að búa, og auðvitað var þetta alveg gríðalega erfitt.
Ég og Jón höfðum þekkst í svolítið langann tíma og töluðum mikið saman á netinu og svolítið í gegnum sms.
Þegar að minn fyrrverandi “lést” þá þurfti ég að fá skólavist í framhaldsskóla í Reykjavík(við vorum að fara að búa á selfossi og ég var að fara í skóla þar) en eftir 1-2 mánuði keypti móðir mín íbúð á Selfossi, þar sem JónMaiden bjó.
Hann var eina manneskjan sem ég þekkti þarna og eyddum við miklum tíma saman.
Hann var alltaf tilbúinn að hlusta á mig, því mér leið auðvitað mjög illa á þessum tíma.
Og stundum lágum við bara uppí rúmi, hlustuðum á tónlist og hvorugt okkar sagði neitt, og samt leið manni eins og að við værum að tala og tala.

Ég hafði verið með augun á honum svolítið áður en minn fyrrverandi dó, áður en við fundum íbúð og þegar fyrrverandi var alltaf svo upptekinn við vinnuna, en bara svona…..“að horfa” en það hvarf svo þegar ég og fyrrverandi fórum að eyða meiri tíma saman og vorum í því að skoða íbúðir.

Við Jón urðum rosalega náin (only as friends)og á þessum tíma var hann með annarri stelpu.
Og ég var svo hrifin af honum að ég hringdi í vinkonu mína hérna í Reykjavík og “vældi” í henni. Bölvaði því að hann skyldi vera á föstu, en þá ekki þannig að ég vildi skemma eitthvað fyrir honum. Fyrir mér átti hann miklu meira og betra skilið en mig og mín vandamál.
Ef mér leið illa þá leið honum líka illa, og ég vildi það auðvitað ekki, en ég gat ekkert gert við þessum vanlíða mínum sem kom við og við.
En svo dó þetta samband sem hann var í, og við fórum að vera ennþá meira saman.
Og við vorum bara saman, við elskum hvort annað og það var og er ekki hægt að breyta því.

Ennþá finnst mér hann samt eiga meira skilið því ég elska líka annann strák, sem er ekki lifandi lengur, og þarf hann því að deila mér með honum.
Hann þarf að lifa við þetta með mér.
Eflaust finnst mörgum hann eiga betra skilið en mig, og eflaust þoli mig ekki allir fyrir það að hann skuli hafa breyst.
En án hans, þá væri lífið mitt ennþá eins slæmt og það var í fyrra, ennþá jafn tómlegt og sárt.
Og án hans hjálpar væri ég eflaust grátandi núna, því á þessu tímabili í fyrra fór ég daglega á spítalann, sat þar yfir fyrrverandi, grátandi. Vitandi það að ég gæti ekkert gert.

JonMaiden virðist kannski svolítið rasistalegur og “leiðinlegur” fyrir mörgum ykkar hérna, og sum ykkar jafnvel hata það sem hann skrifar hér…(ég hata margt af því líka) en hann er samt ljúfasti maður í heimi, hann elskar mig og ég elska hann. Hann er skemmtilegur og fyndinn, hann gerir allt til þess að breyta svörtum degi í hvítan. Hann er frábær sál, og ég verð honum alltaf þakklát fyrir það að “sjá” mig, og hlusta á mig og hugga mig.
Ég er þakklát fyrir það að hann skuli elska mig.
Ég get ekki lýst þessari ást, finn ekki nógu stór orð.
Ég segi við hann “Ég elska þig” alveg skrilljón sinnum á dag en finnst það samt aldrei nægja…
Hann JonMaiden er ekkert meðaljón, hann er eðaljón!
ÁST!

Takk fyrir - Tinkerbell69
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"