Nei nei, þetta á alveg heima hér - allavega svo finnst mér.
Spurning hvaða merkingu þú leggur í skuldbindingafælni? Er það raunin að þú sért hrædd við að veðja á rangan hest(mann)? Eða ertu í raun hrædd við höfnun sem verður þá til þess að þú vilt ekki stofna samband? Spyr bara til að fá perspective á hlutina, því ég þjáðist sjálfur af því. Það er í raun og veru lítið við því að gera, nema að sætta sig við það og leita áfram . Ég meina - hitt kynið er nú annar helmingur mannkyns. Ekki vera að hafa áhyggjur af því að þú munir aldrei geta átt í sambandi við neinn, það er bara óöryggi sem hverfur með tímanum, sérstaklega þar sem þú ert ung og átt allt lífið eftir :) Mér finnst oft á tíðum það sama og þér, fyrir mér er þetta bara eitthvað sem ég verð bara að sannfæra sjálfan mig um að sé rangt. Já og alltaf að horfa björtum augum fram á veginn, það er fyrir öllu :)
Með kveðju…