Tíminn stendur í stað, ég dreg andann. Ég horfi á það sem var, það sem er ekki lengur.
Einu sinni var ég ein, í sjálfu sér var ég umkringd fólki, ekki rétta fólkinu, en ég var þó ekkert að fara út í einhverjar vitleysur. En ég gerði stór mistök.
Ég kalla mistök ekki vitleysur, heldur tækifæri til þess að bæta og breyta sér. Mistök sem margir gera en verða ekki varir við. Mistök sem enginn nema einhver afskaplega glöggir sjá, -Mistökin að elska ekki.
Ég hélt að ég elskaði engann, ég hataði sjálfa mig, líf mitt, hvernig ég var og foreldra mína. Það tók enginn eftir því, en það beytti mér að innan, að hata svo margt. Ég byrjaði að verða óöruggari, forðaðist aðra, ég hló ekki, ég grét ekki.
Þegar hlutir sem eru vondir og slæmir safnast saman í sálum okkar verður til hnútur sem oftast næst aldrei að leysa.
Að hleypa öllu út, það gleymist hjá mér. Mér finnst eins og að ég geti ekki treyst neinum, og maður þarf traust til þess að geta elskað, maður þarf að treysta svo maður geti verið öruggur. Verið í hlýju og öruggu umhverfi, ekkert mál, lífið eins einfalt og ostur.
En málið er, að, lífið er ekki eins einfalt og ostur. Maður þarf að byggja upp traust í garð náunga sinna, það kemur með tímanum, þið ráðið sjálf hvort þið viljið að ykkur sé treyst. Öruggt umhverfi eru ástvinir, fjölskylda, vinir, elskhugar, nefndu það, öruggt umhverfi er það sem þið kjósið að vera öruggt.
Dimmt herbergi er ekki öruggt umhverfi, ekki traust. Þó ég hafi dvalið þar lengi, þá fannst mér það ekki gott, það fór illa með hjartað í mér, ég fékk ekki faðmlögin mín, kossana, hlýju orðin. Maður áttar sig ekki á því sem maður hefur, fyrr en maður hefur misst það sama.
Ég saknaði þess sem ég elskaði mest, hætti að hata, því nú veit ég að hatur er bara óendurgoldin ást.
-kristjana