Þið afsakið en ég þarf að fá útrás.

Ég á við tvö vandamál að stríða, eða þið vitað. Vandamál og ekki vandamál.
Nenni reyndar ekki að væla um það seinna núna, ég er algjör dramadrottning þegar það kemur að ástarmálum. Og ég er ekkert endilega að biðja um hjálp. Eg býst við að þetta sé eitthvað sem ég þarf að komast yfir sjálf, hjálparlaust.

Well, here it goes.

Ég virðist ekki geta komist yfir fyrrverandi kærasta minn, ef ég get þa kallað hann minn fyrrverandi.
Ég addaði honum gegnum msn af því að mér fannst hann líta vel út og svona… jæja, eftir að við vorum búin að tala saman í nokkra daga sagðist hann vilja hitta mig og ég sagði alltaf 2já, hittumst“ en það varð aldrei neitt úr þvi lengi.

Ég fann alltaf einhverja afsökun fyrir því að hitta hann ekki og á endanum fékk hann nóg byst ég við og sagði við mig að annað hvort myndi eg hitta hann þetta kvöld eða hann myndi blocka mig og aldrei tala við mig aftur.

Ég ákvað þa að hitta hann og sjá svona hvernig hann væri svo í persónu en uprrunalega planið var aldrei að hitta hann. Það var fyrst seinna að ég fattaði að hann var ellefu árum eldri en ég.

Við ákváðum að ég ætti að hringja í hann og hann myndi koma að sækja mig og við myndum rúnta og svo kannski fara heim til hans að dunda okkur.
Þennan dag af öllum dögum reifst ég illa við pabba minn, við rifumst reyndar oft og mikið en þetta var extra slæmt og hann setti mig í bann. Semsagt, ekkert internet, engin tölva, ekkert sjónvarp, ekki út, engan heim. Bara ekki neitt.
Ég hringdi i hann og sagði honum frá stöðu mála. Hann trúði mér ekki, varð frekar reiður og já gerði eins og hann sagðist ætla gera ef ég myndi aftur beila á honum. Hann hætti að tala við mig.

Þá fann ég fyrir svona sorgartilfinningu, mér leið fyrst bara smá illa. Ég meina það var ekki eins og þetta væri eitthvað sérstakt. En daginn eftir var eg i rusli, ég var að verða vitstola.
Í þrjá daga, fór ég í einskonar þunglyndi. Ekki alvöru, bara svona ástarsorg. En ég vildi ekki viðurkenna fyrir sjalfri mer að ég væri í astarsorg, ég gat það ekkert. Við vorum ekkert saman. Mér atti að vera alveg sama en satm var hluti af mér sem saknaði hans, raddarinar hans. Bara öllu i fari hans þo að við höfðum aldrei hist.

Fjórða daginn, sat ég við tölvuna og hlustaði á niðurdrepandi ástarlög. Eg meina er það ekki það sem maður gerir oftast.
Var svona eiginlega búin að sannfæra sjalfa mig um að þetta væri bara ímyndun i mér og að mér væri alveg sama þótt hann hefði hætt að tala við mig.
En allt i einu kom upp nýtt samtal. Hann sagði ”hæ sæta ;)“ Fokk, ég var í sjokki, svaraði ekki i alveg þónokkkrar mínutur en svaraði loksins og við spjölluðum. Spjölluðum eins og ekkert hefði gerst.
Hann bað mig aftur um að hitta sig og tók það sérstaklega fram að honum þætti vænt um ef ég myndi ekki beila enn og aftur á honum.

Ég gerði það, ég hitti hann. Og þetta þróaðist í einskonar ”fuck-buddies“ samband. Skiljiði?
Hann leit a mig sem bólfélaga og ég var ung og ástfangin og leit a hann sem kærasta minn.
Svona gekk þetta i tvo og hálfan mánuð.

Sambandsslitin voru slæm. Mjög slæm. Breyttu öllu. Ég held ekki að ég treysti mer til þess að skrifa um þau hér því að þau breyttu lífi mínu á ótrúlega skrítin hátt.
Hehe, ykkur finnst ég örugglega vera gera ótrúlega mikið mál útúr þessu. En svona er þetta nú.


Það eru liðnir 7 manuðir síðan að þetta var, og ég er ekki enn komin yfir hann.
Ég hef dúllað mér með öðrum gaurum og svona en missi alltaf áhugann því mér finnst þeir ekki nærrum því jafn fullkomnir og hann. Ég ber gaurinn og minn ”fyrrverandi" alltaf saman og það kemur alltaf þannig ut að sá síðar nefndi sé mikið betri kostur.
Ég held að ég sé i alvöru að verða geðveik.
Þetta er búið að rugla mig svo illa í kollinum, heh.
En ég er að vinna i þessu. Reyni alltaf að hugsa um eitthvað allt annað þegar ég sé eitthvað sem minnir a hann, finn mer annað að gera þegar eg byrjað að hugsa um hann uppúr þurru.

Ég vil biðjast afsökunar ef ykkur fannst þetta vera eintomt væl, sem þetta reyndar er, en þetta hjálpaði mér samt slatta.
Bara að koma þessu út.
Takk fyrir :)