Mér finnst búið að vera svoldið mikið af korkum um framhjáhald uppá síðkastið og langaði mér aðeins að fjalla um það. Hvað er það sem fær fólk til þess að halda framhjá, hvaða áhrif það hefur á hinn aðilann og hvort hægt sé að ráða fram úr þessu.
Ég persónulega hef aldrei lent í framhjáhaldi en hef oft ímyndað mér hvað ég myndi gera og hvernig mér myndi líða ef kærastinn minn myndi svíkja mig á þennan hátt.
Það getur verið margt sem fær fólk til þess að halda framhjá en ég vil taka það fram að það er ekkert sem afsakar hver svo sem ástæðan er. En þær geta verið margar. Oft er það þannig að makinn hefur haft mikið að gera og hefur ekki haft tíma fyrir hinn aðilann, hann vill fá sinn skerf af athygli og þar sem hann fær hana ekki heima fyrir þá leitar hann á önnur mið. Nú einnig getur það verið að sá sem heldur framhjá er að leita að spennu. Sambandið er kannski orðið smá dauft og ekki mikið um kynlíf þó að ástin sé til staðar og enn framhjáhaldarinn vill smá spennu, eitthvað nýtt til þess að koma adrenalíninu í gang á ný. Ástæður framhjáhalds eru jafnmargar og þær eru misjafnar.
Ég held að framhjáhaldarinn geti aldrei gert sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á makann fyrr en hann hefur lent í súpunni sjálfur. Framhjáhald getur bæði haft gríðarlega særandi og djúp áhrif og það getur líka haft bara engin áhrif, fer allt eftir manneskjunni, hvort henni þótti vænt um framhjáhaldarann eða ekki.
Ég tel mig ekki þurfa að ræða áhrifin frekar þar sem flestir vita hvernig það er að láta svíkja sig. Sérstaklega af þeim sem þeir elska. Það er hræðileg tilfinning.
Ég trúi því að hægt sé að ráða fram úr framhjáhaldi, en ég trúi því líka til þess þarf alveg einstakar manneskjur. Ég sjálf gæti aldrei sætt mig við það ef kærastinn minn myndi halda framhjá mér. Aldrei.
Sú manneskja sem getur höndlað framhjáhald, fyrirgefið og haldið áfram þarf einstakan viljastyrk og mikið traust. Traust skiptir öllu máli í svona hlutum og ef þú treystir manneskjunni meira að segja eftir að hún heldur framhjá þér þá ertu alveg einstök manneskja. Traust er eitthvað sem kemur ekki 1, 2 og 3. Það er eitthvað sem þarf að byggja og búa til. Og ef það er brotið, þá er ekki nóg að segja bara fyrirgefðu. Manneskjan þarf að byrja að byggja aftur eða hún getur sleppt því, það er hún sem á völina.
Meira var það nú ekki. Framhjáhald virðist bara vera rosalega léttvægur hlutur hjá mörgum nú til dags.