Við konur höfum oft verið að velta því fyrir okkur hvernig karlarnir okkar hugsa. Við höfum það oft á tilfinningunni að karlarnir hreinlega segi ekki það sem þeir meina heludr það sem þeir halda að við viljum heyra. Ég rakst á ansi skemmtilegar útskýringar á netinu eftir Jónas Sen um það hvað karlmenn virkilega meina þegar þeir segja hitt og þetta.
Gjörið svo vel og skemmtið ykkur.
“Ég elska þig”
En það eru ekki bara þegar slíta á sambandi sem karlmenn nota einhverskonar merkjamál. Meira að segja “ég elska þig” þýðir ekki alltaf
það sem konan heldur. Menn af yngri kynslóðinni, og eins mjög óþroskaðir eldri menn gera sér stundum ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kærastan segir “ég elska þig”, svara þeir oft í sömu mynt þó þeir meini það ekkert endilega. Það virðist bara tilheyra stemningu augnabliksins að hvísla ástarorð út í myrkrið. Einn ungur karlmaður sagði mér að hann hafði þóst bera djúpar tilfinningar til einhverrar konu, bara til að komast upp í rúm með henni.
“Við sjáumst”
Þetta er sagt eftir að hafa sofið saman í fyrsta sinn. Karlmaðurinn er að meina að hún sé bara skyndibiti. Hann hefur engan áhuga á að hitta hana aftur.
“Ég hringi í þig”
Það er heldur ekki góðs viti ef maðurinn segir “ég hringi í þig”, eða “ég hringi fljótlega” eftir fyrstu nóttina saman. Það er allt of óákveðið og merkir að hann hafi engan sérstakan áhuga á frekari kynnum. En ef hann nefnir einhvern vissan dag, t.d. á morgunn eða daginn eftir eru horfurnar aftur á móti betri. Þá er hann í alvarlegum þönkum og hefur jafnvel hug á að stofna til ástarsambands. Við þetta sama tækifæri er enn pottþéttara að hann rétti henni snyrtilegt plagg. Standi þar “ég, undirritaður, Jón Jónsson staðfesti hér með að ég muni koma í heimsókn með blómvönd, daginn eftir kynmök við Þuríði Þuríðardóttur”, þá er honum alveg fúlasta alvara. En kannski er hann bara ekki með öllum mjalla…
“Hringdu í mig”
Flestum konum finnst að karlmenn eigi að hafa frumkvæðið, þótt þær séu með yfirlýsingar um annað. Þar eru mennirnir sammála. Ef karlmaður segir “hringdu í mig” eftir fyrstu nóttina og konan er ekki gift eða í sambúð fyrir, er eitthvað gruggugt á ferðinni. E.t.v. er hann hræddur við nánari samskipti, en vill þó ekki sleppa hendinni alveg. Eða þá að hann er bara uppurðarlítill aumingi sem er ekki vert að þekkja.
Hann hringir ekki
Það eru slæmar fréttir fyrir konuna ef karlmaður sem hún hefur átt vingott við í einhvern tíma hættir að hringja. Það merkir ekki bara að hann sé búinn að missa áhugann, heldur líka að hann beri enga virðingu fyrir henni lengur. Af einhverjum ástæðum hefur hún fallið svo í áliti hjá honum að það er ekki orðum eyðandi á hana framar. Líka er mögulegt að hann hafi eingöngu viljað hana kynferðislega, þótt hann hafi gefið annað í skyn. En svo eru aðrir sem eru svo miklir skíthælar að þeir hreinlega GETA ekki komið hreint til dyranna. Þeir bara flýja, en konan situr eftir með sárt ennið og skilur ekki hvað gerðist.
“Ég ætla að fara að hitta strákana í kvöld”
Þetta er sagt þegar sambandið er komið vel á veg. Það þýðir ekkert endilega að hann sé að missa áhugann. Hann þarf bara “aðeins að anda”, sem er ósköp eðlilegt. Það er öllu verra ef hann segir “ég ætla að fara að hitta stelpurnar í kvöld”, og verst þegar það er “Hvar eru sokkabuxurnar mínar?”
Mér finnst kynlífið ekki eins spennandi og áður“
Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar. Konan má búast við að heyra þessa setningu þegar sambandið er orðið u.þ.b. árs gamalt. Það er ekki merki um höfnun, heldur bendir bara til þess að nú þurfi að fara að hressa upp á kynlífið. Er það kannski orðið of rútínerað? Er alltaf verið að horfa á sömu klámmyndina? Er Gestapobúningurinn ekki orðinn dálítið mölétinn? Eða svipan úr sér gengin? Og þarf ekki að fara að endurnýja handjárnin? Eða að kaupa nýja hundablístru? Nú er best að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þá þarf enginn að kvarta lengur undan leiðinlegu kynlífi.
”Mér leiðist“
Þegar sambandið hefur aðeins varað í stuttan tíma er ekki gott merki ef karlmaðurinn segir þetta við konuna sem hann er með. Auðvitað spyr hún; ”Er ÉG svona leiðinleg?“ Þá svarar hann: ”Nei, nei, ekki ÞÚ …bara allt annað“. Þetta er auðvitað lygi, því það er einmitt hún sem er svona leiðinleg. Hann vill bara ekki viðurkenna það, jafnvel ekki fyrir sjálfum sér.
”Mér finnst við hafa hist of oft undanfarið“
Konan gæti túlkað þessa setningu sem þörf hjá karlmanninum fyrir ”auknu svigrúmi“; að þetta sé alveg rétt hjá honum; þau hafi hist of oft og á næstu vikum megi þau ekki sjást nema tvisvar komma sex sinnum. Þá verði allt gott aftur. Það er samt tómur misskilningur. Maður sem kemst svo að orði við kærustuna sína eða eiginkonu er í rauninni búinn að kveða upp dauðadóminn. Honum er svo fullnægt með þessari romsu: ”Mér finnst við vera að þroskast sitt í hvora áttina. Ekki fá höfnunartilfinningu þótt ég segi þetta. Þú ert sæt og æðisleg, og allt það. Við erum bara svo ólík…“
Þögn, eða endalaust nöldur
Hvað skyldi það þá merkja ef karlmaðurinn finnur aldrei neitt að konunni sem hann er með? Hún heldur náttúrulega að hún hafi dottið í lukkupottinn; hann sé hinn mesti draumaprins sem elski hana fyrir það sem hún er. Þetta er auðvitað alltof gott til að vera satt. Það er enginn fullkominn. Er þá ekki eitthvað bogið við það þegar karlmaðurinn segir ekki neitt og sleppir allri gagnrýni? Ójú. Í flestum tilvikum þýðir það einfaldlega að hann er ekki í sambandinu af neinni alvöru. Honum dettur ekki í hug að ætla að eyða ævinni með þessari ákveðnu konu. Af hverju þá að vera að sóa tímanum í eitthvert nöldur? Það er hægt að gera svo margt annað skemmtilegt. Betra er ef hann finnur henni ýmislegt til foráttu. Það sýnir að hann er farinn að sjá þau tvö fyrir sér í framtíðinni. Þarna eru þau, hrukkótt og tannlaus á elliheimilinu saman. Hún er ennþá svona morgunfúl eða hvað það nú er, svo best er að koma með fyribyggjandi aðgerðir strax…
”Mér finnst kynlífið ekki eins spennandi og áður“
Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar. Konan má búast við að heyra þessa setningu þegar sambandið er orðið u.þ.b. árs gamalt. Það er ekki merki um höfnun, heldur bendir bara til þess að nú þurfi að fara að hressa upp á kynlífið. Er það kannski orðið of rútínerað? Er alltaf verið að horfa á sömu klámmyndina? Er Gestapobúningurinn ekki orðinn dálítið mölétinn? Eða svipan úr sér gengin? Og þarf ekki að fara að endurnýja handjárnin? Eða að kaupa nýja hundablístru? Nú er best að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þá þarf enginn að kvarta lengur undan leiðinlegu kynlífi.
”Mér leiðist“
Þegar sambandið hefur aðeins varað í stuttan tíma er ekki gott merki ef karlmaðurinn segir þetta við konuna sem hann er með. Auðvitað spyr hún; ”Er ÉG svona leiðinleg?“ Þá svarar hann: ”Nei, nei, ekki ÞÚ …bara allt annað“. Þetta er auðvitað lygi, því það er einmitt hún sem er svona leiðinleg. Hann vill bara ekki viðurkenna það, jafnvel ekki fyrir sjálfum sér.
”Mér finnst við hafa hist of oft undanfarið“
Konan gæti túlkað þessa setningu sem þörf hjá karlmanninum fyrir ”auknu svigrúmi“; að þetta sé alveg rétt hjá honum; þau hafi hist of oft og á næstu vikum megi þau ekki sjást nema tvisvar komma sex sinnum. Þá verði allt gott aftur. Það er samt tómur misskilningur. Maður sem kemst svo að orði við kærustuna sína eða eiginkonu er í rauninni búinn að kveða upp dauðadóminn. Honum er svo fullnægt með þessari romsu: ”Mér finnst við vera að þroskast sitt í hvora áttina. Ekki fá höfnunartilfinningu þótt ég segi þetta. Þú ert sæt og æðisleg, og allt það. Við erum bara svo ólík…"
Þögn, eða endalaust nöldur
Hvað skyldi það þá merkja ef karlmaðurinn finnur aldrei neitt að konunni sem hann er með? Hún heldur náttúrulega að hún hafi dottið í lukkupottinn; hann sé hinn mesti draumaprins sem elski hana fyrir það sem hún er. Þetta er auðvitað alltof gott til að vera satt. Það er enginn fullkominn. Er þá ekki eitthvað bogið við það þegar karlmaðurinn segir ekki neitt og sleppir allri gagnrýni? Ójú. Í flestum tilvikum þýðir það einfaldlega að hann er ekki í sambandinu af neinni alvöru. Honum dettur ekki í hug að ætla að eyða ævinni með þessari ákveðnu konu. Af hverju þá að vera að sóa tímanum í eitthvert nöldur? Það er hægt að gera svo margt annað skemmtilegt. Betra er ef hann finnur henni ýmislegt til foráttu. Það sýnir að hann er farinn að sjá þau tvö fyrir sér í framtíðinni. Þarna eru þau, hrukkótt og tannlaus á elliheimilinu saman. Hún er ennþá svona morgunfúl eða hvað það nú er, svo best er að koma með fyribyggjandi aðgerðir strax…