Ég hef engar áhuga á að umgangast fólk sem hugsar og talar eingöngu um sjálft sig, og leyfi mér að efast um að það sé einhver kona sé sérstaklega að leita af tillitslausum og kvikindislegum karlmanni.
Að sjálfsögðu dæmir maður fólk fyrst á útliti, enda hefur maður ekkert annað að dæma og ég fíla menn sem eru vel klæddir og snyrtilegir, þurfa ekkert endilega að vera eins og klipptir út úr tískublaði og búnir að liggja í ljósum, heldur mikið frekar menn sem bera virðingu það mikla fyrir sjálfum sér að þeir fara í bað, raka sig,fara í klippingu reglulega og hlaupa ekki í spik.
Svo þegar maður kemst á næsta stig, s.s fer að tala við gæjan er algjört must að hann hafi smá vit í kollinum og geti að minnsta kosti haldið uppi samræðum, án þess endilega að afklæða mann með augunum.
Ef að þessi tvö atriði eru í lagi, má fara að kanna hvernig maðurinn virkilega er og þá vill ég mann sem sýnir mér áhuga og ber virðingu fyrir mér og mínum skoðunum, án þess endilega að vera alltaf sammála.
hmm.. já þetta er svona eiginlega það sem ég er að leita eftir í fari karlmanna eða réttara sagt var að leita eftir.
Kv. EstHe