Þegar ég var fyrst ástfangin skrifaði ég ástarbréf en hafði aldrei kjark í að senda það. Mig langaði bara að vita hvort fleiri reyndu að tjá tilfinningar sínar í bréfum… Hér fyrir neðan læt ég bréfið sem ég skrifaði fyrst fylgja…

Kæri ******!
Þú ert sá maður í lífi mínu sem er fullkominn og ef ég hefði þig væri líf mitt fullkomið! Áður en ég sá þig var hugur minn og hjarta tómt, en nú er allt fullt og ekkert nema þú kemst þar inn! Áður en það varst þú hélt ég að maður gæti orðið ástfanginn ef maður vildi og hætt að hugsa um náungann ef maður vildi! En nú hef ég komist að því að ást er tilfinning sem maður ræður ekki við! Maður getur þóst elska og elska ekki en innst inni getur maður aðeins hugsað um einn og innst inni hugsa ég bara um þig og engann annann!

Ég elska að elska
en í öllum heiminum
elska ég samt mest
að elska þig
þú ert lífið, ljósið og
fegurðin í lífi mínu
og það ert þú sem
gefur mér von um
að lígið sé æðislegt
alltaf þegar ég hugsa
um þig líður mér
vel því alltaf þegar
ég hugsa þá hugsa ég
um þig
Ef til væri Paradís
þá bæri hún fegursta
nafn sem til er
hún bæri nafnið þitt
******!

kv. Talena
let the blind man lead the way and be lost forever….