Minningar eru án efa það fyrirbæri sem getur glatt eða sært. Ég tel að bæði þessi orð eiga við mig, nánar tiltekið gleði og sorg. Spjallaði maður við vinkonu sína sem maður særði eitt sinn og virðist það sem ég gerði áður fyrr, rétt eftir að við kynntumst fyrst, hafa sett djúpt sár í sál hennar.
Þetta er án efa stúlka sem flestir strákar myndu kjósa sér að eiga, en það er greinilegt að sumir eiga hinsvegar ekki skilið að vera með svona stúlku. Það er það sem að ég stend frammi fyrir í dag. Hlutur sem að ég gerði fyrir einu og hálfu ári er það sem hefur gert það að verkum að tilfinningar hennar gagnvart mér hafa dofnað og dáið út.
En hinsvegar standa mínar í stað og hafa tilfinningar mínar gagnvart henni ekkert breyst nema að því leyti að ég er farinn að umgangast hana af meiri virðingu, þó svo að ég hef aðeins hitt hana einu sinni eftir að við urðum ósátt við hvort annað.
Ég hef óskað eftir öðru tækifæri og mig langar að fá að vera með henni í gegnum súrt og sætt, en svo virðist sem það eigi ekki eftir að gerast þar sem ég hef fengið staðfestingu á því. En það sem ég mun alltaf hafa eru minningar. Það er það sem ég held í og þegar að ég verð orðinn aldraður maður þá á ég væntanlega eftir að muna eftir því þegar að við hittumst fyrst og hvar og hvenær við kysstumst.
En það kemur sorg með þessu líka sem sumir kalla væl, en það er einstaklingsbundið býst ég við. Ég mun vonandi hitta hana seinna en þó aðeins sem vinur og ætli það verði ekki að nægja mér.
Á svona stundu væri maður til í að fá staðfestingu á því að það væri til annað líf eftir þetta, en það veit svo sem enginn. Aðrir hlutir sem maður verður að standa frammi fyrir eru t.d falskar vonir sem að ég tel að eru óþarfar þar sem að ég tel að ekkert eigi eftir að gerast frekar á milli okkar, en þó kveikir þetta örlítinn vonarneista í hjarta mínu.
Nú sit ég hér og er að velta mér uppúr þessu og pæla í því hvað ég get keypt fyrir hana í afmælisgjöf þar sem ég tel nælu eins og hún óskaði eftir vera ekki nærrum því nóg handa henni.
Ég hlýt að vera virkilega bitur manneskja. En hinsvegar vonast ég eftir að hún finni sér skemmtilegan gaur og allt það. En það verður auðvitað örlítið svekkelsi og allt það en þá veit ég að möguleikar mínar eru engnir og lífið getur haldið áfram.
Ástæðan fyrir því er sú að fyrst tilfinningar geta breyst þá ættu þær að geta breyst oftar en einu sinni. En annars þá held ég að ég segi þetta gott í bili.
Summi kveður (væntanlega mjög bitur manneskja)