Hann skellti hurðinni og eftir sat ég með tárin í augunum. Ég fann þau koma rólega, eitt af öðru en fljótlega myndaðist stórfljót sem ég réði engan veginn við. Ég leyfði þeim bara að flæða. Það er ekki eins og það myndi breyta neinu ef að ég myndi reyna að koma í veg fyrir að þau rynnu niður á kinnar mínar og síðan á koddann sem ég hélt á í fangi mínu. Það myndi ekkert verða betra, ég bara vissi það.
Hann hafði rokið út í reiði sinni því ég sagðist ekki geta elskað hann á þann hátt og hann vildi að ég elskaði sig. Hann var bestasti vinur minn og mér þótti vænna um hann er allt annað í heiminum. En ég gat bara ekki hætt á það að vináttan myndi fara út um þúfur ef að samband okkar yrði eitthvað meira en bara góð vinátta. Hann var mér bara of mikils virði.
Nokkrum klukkutímum eftir að Jói hafði rokið út sendi ég honum sms og baðst fyrirgefningar. Það var betra en að hringja. Það hefði bara verið of mikið. Ég gæti ekki höndlað það.
Ég beið eftir því að hann myndi senda mér til baka en það gerði hann ekki.
Helgin leið og ég hafði það ekki í mér að hringja í hann.
Á mánudeginum bjóst ég við að hitta í stærðfræði tímanum en hann mætti ekki í hann. Ég fór til strákanna og spurði hvort Jói hefði mætt í skólann og þeir sögðust ekki hafa séð hann. Hann hefði heldur ekki mætt á æfingu á laugardeginum og að þeir hefðu ekki heyrt í honum síðan á föstudeginum.
Hálfvitar þessir strákar, afhverju reyndu þeir ekki að ná í hann víst hann hefði ekki látið heyra í sér?
Ég var farin að hafa áhyggjur að honum Jóa mínum. Hann gæti hafa farið sér á voða. Ég vissi hvernig strákur hann var, ég þekkti hann manna best. Fjölskyldan var ekki upp á sitt besta og einnig strákarnir úr boltanum. Hann var umvafinn einhverju sem átti hann ekki skilið. Fjölskyldan átti hann ekki skilið, vinirnir áttu hann ekki skilið og heldur ekki ég. Hann var bara allt of góður strákur.
Ég ákvað að hringja í hann, ýtti á einn sem var hraðvalið á símanum mínum. Jói var og hafði alltaf verið númer eitt.
Ohh fjandinn, það svaraði ekki. Hvar ertu eiginlega Jói?
Ég fann núna á mér að það var eitthvað í gangi. Jói var bara ekki þannig að láta ekki vita af sér og svara ekki í síma.
Mér var mein illa við að hringja í mömmu hans en lét mig samt hafa það. Ég stimplaði inn símanúmerið og fékk fljótt samband. Hún svaraði með sinni hásu röddu sem gaf til kynna að hún hafði keðjureykt frá unga aldri.
Hún sagði, hún sagði það sem ég vildi ekki heyra. Síminn rann úr höndum mér og ég sat á skólabekknum eyrðarlaus. Ég gat hvorki hreyft legg né lið. Ég fann ekki fyrir neinu og það var eins og ég væri orðin ein, ég tók ekki eftir neinu í kringum mig og ég rankaði ekki við mér fyrr en ég var kominn inn í herbergið mitt með mömmu mér við hlið.
Hún sagði mér að Helga vinkona hefði frétt að þessu og keyrt mig strax heim. Og að hún hefði látið mömmu vita sem síðan hafði komið beinustu leið heim.
En mér var sama, eina sem ég þráði var Jói. Jói Rassgat. Jói bestasti vinur minn. Þetta átti ekki að fara svona. Við áttum að halda áfram að vera vinir. Ég fann það núna. Þetta samband á milli okkar Jóa hafði verið eitthvað meira en vinátta. Það var eitthvað sérstakt.
Ég kenndi sjálfum mér um hvað hafði gerst. Ég hefði ekki átt að segja við hann það sem ég sagði. Ég hefði átt að hringja fyrr. Bara ef ég hefði gert eitthvað annað en það sem ég gerði. Bara eitthvað allt annað. Hann var nú farin frá mér og myndi aldrei koma aftur. Ég gat engu breytt….