Ég var að lesa grein eftir Keesha og hún var að spurja hvar maður ætti að draga línurnar með framhjáhald. Flestir virtust vera á þeirri skoðun að daður væri leyfilegur hlutur svo lengi sem þú ert að daðra en ekki “að reyna við”. Útaf mismunandi skoðunum um hvort daður væri gott varð ég forvitinn um eitt.
Í fyrsta lagi: Hvað finnst ykkur vera daður og hversu langt má það ganga?
Eitt annað. Hversu langt þarf makinn að ganga í þessum málum þannig að það sé enginn leið að bjarga sambandinu.
Ég ætla að taka eitt dæmi:
Ef makinn kemur til ykkar og biður afsökunar útaf því að hann kyssti óvart aðra persónu og þú sérð á persónunni að hún sér virkilega eftir þessu.
Mundu þið fyrirgefa persónunni eða væri þetta dauðardæmt? Hvað mikið er hægt að laga ef persónan kemur til ykkar og biðst fyrirgefningar?