Það þarf oft voða lítið að gera til að vera rómantískur og gleðja hinn aðilann í sambandinu. Eitt sætt sms með skilaboðum á borð við “ég elska þig”, að finna miða á koddanum um morguninn þegar kallinn er farinn í vinnuna með skilaboðunum “þú ert æði”, láta renna í bað fyrir elskuna sína þegar hann/hún kemur þreytt(ur) heim úr vinnunni, eitt stórt knús (eins og stubbarnir segja) og ýmislegt fleira lítið og sætt getur alveg bjargað deginum hjá manni og maður svífur um það sem eftir er dags í þeirri vissu um að vera mikilvægasta persónan í lífi einhvers :)
Svo má auðvitað plana stærri rómantíska hluti, s.s. hinn týpíska kertaljósakvöldverð, nudd með vel ilmandi olíu undir kertaljósum (ótrúlega rómó þessi kertaljós), gefa ástinni sinn fallegan blómvönd, færa henni/honum morgunmat í rúmið eða eitthvað fleira í þeim dúr.
Maður heyrir svo oft fólk, sérstaklega stelpur verð ég að viðurkenna, kvarta um að hinn aðilinn í sambandinu sé svo órómantískur (strákar eruð þið svona órómantískir?). Er málið að fólk er að mikla þessa RÓMANTÍK fyrir sér og halda að það þurfi að gera eitthvað svaka dæmi? Ekki þá gleyma að það þarf ekki alltaf að eyða miklum tíma, peningum og undirbúningi í það að vera rómó þó að það sé rosa skemmtilegt inn á milli. Það eru oft litlu hlutirnir sem skipta mestu máli og duga ótrúlega langt. Það er allavegana mín skoðun og reynsla :)
Kveðja,