Ég stari á gröfina. Ég stari í fyrsta sinn á gröfina síðan hún var grafin, horfi blóðrauðum augum á grasið og myndirnar streyma yfir mig, minningarnar yfirbuga mig og tárin renna niður kinnarnar…
Ég man eftir okkur. Ég man að hún hitti mig. Ég man að eftir það var ég aldrei söm. Ég man hve ótrúleg mér fannst ég vera með henni: hún lofaði mér að vera með mér að eilífu, að passa mig þar til við dæjum úr elli. Ég man eftir að sitja á móti henni eitt kvöldið og spyrja hvort hún myndi einhverntíman fara… fara eins og allir hinir. Hún sagði að hún gæti aðeins farið ef ég hætti að elska hana. Ég brosti og vissi að við yrðum saman að eilífu. Hún hét Rósa. Ástin mín hét Rósa.
En það kom maður. Hann vildi peningana okkar. Elskan mín barðist um hnífinn. Hnífurinn stakkst í háls hennar, ég sá blóðið spýtast yfir hana hendur mannsins.
Hún dó fyrir peninga. Hún dó fyrir eitthvað lítið og ómerkilegt eins og peninga. Maðurinn starði en hljóp síðan örvilnaður burt. Ég heirði bílflautu öskra á hann og dunk mótmæla er málmskrýmslið barði honum í burtu.
Hún hneig niður og ég hélt utan um hana– hún horfði á mig, hún horfði á mig og vissi að henni hafði mistekist. Hún vissi það um leið og hún dó að ég gæti ekki lifað án hennar. Hnífurinn var í hálsinum á mér. Ég var dáin. Ég hvíslaði: “Ég sé þig bráðum… verður… í lagi.” Hún reyndi að mótmæla en blóðið kæfði hana. Blóðdropi rann niður kinn hennar, ég þurrkaði hann í flýti. Ég lagði hana á jörðina varlega og grúfði mig yfir hana. Ég fann hve blautt malbikið var. Ég fann hve köld hún var.
Allir fara.
Ég stari á gröfina. Ég stari í fyrsta sinn á gröfina síðan hún var grafin, horfi blóðrauðum augum á grasið og myndirnar streyma yfir mig, minningarnar yfirbuga mig og tárin renna niður kinnarnar…
Ég heyri sjálfa mig öskra í gegnum kæfða ósýnilega vegginn sem hefur umkringt mig í tvö ár: “Þú áttir að passa mig! Þú áttir að vera með mér að eilífu! AF HVERJU DÓSTU!? AF HVERJU DÓSTU!!?”
Ég hníg niður og gref höfuðið í grasið, og hvísla áfram spurninguna, ég bíð eftir svari, ég vil svar, ég á skilið að vita það. Ef til er æðra vald sem stjórnar þessum heimi skal það svara.
Mig langar að deyja. Ég hníg niður hjá gröfinni og sé andlit hennar. Ég sé það dáið fyrir mér, það starir dauðum augum á mig. Hún segir mér að vera sterk. En röddin er veik. Hún veit að ég er ekki sterk. Ég tek upp byssuna…
Holrúmið er of stórt. Sál mín er of brotin, of niðursneidd, ég er of hrædd. Ég get ekki fyllt þetta tómarúm, hún er farin… og kemur ekki aftur. Ég veit að þetta er rangt. Ég veit að ég er að skilja eftir annað tóm í heiminum. En það eru engar aukapersónur í sögu minni og hennar. Sagan heldur ekki áfram án aðalpersónu. Sögunni er þegar lokið.
Ég tek í gikkinn. Ég finn fyrir snöggum sársauka og svo kaldur doði. Ég sé andlitið hennar, dauft en styrkist svo. Ég brosi í fyrsta sinn í tvö ár.
Allir fara.
…
True blindness is not wanting to see.