Hann
Í fyrstu var ég ástfangin af Honum en þorði varla að segja neinum, því hvað vissi ég um ást þegar ég var einungis 12 ára? Ég ákvað loks að treysta bestu vinkonu minn fyrir þessu, stærsta leyndarmáli mínu, ári síðar. Ég sagði henni að ég væri hrifin af Honum. Hún varð hissa, og sagðist varla hafað tekið eftir honum en þegar hún hugsaði út í það væri Hann ótrúlega sætur.
Við vorum óttalegir kjánar. Hún sagði Honum að hún vissi hver væri hrifin af honum, og gaf honum vísbendingu. Hann náði loks eftir langa mæðu, að fækka mögulegum stelpum niður í tvær. Mig og vinkonu mina. Það hlítur að hafa gerst án þess að ég sá til! Blikkaði ég augunum eða hvað? Því allt í einu labbar vinkona mín upp að mér og segist vera að falla fyrir Honum líka, og spyr mig hvort það sé í lagi! “Auðvitað er það ekki í lagi!!” hugsa ég. “Ég á Hann! Ég sá Hann fyrst!” Já já það er alveg í lagi, svaraði ég. Hvað var ég að segja? Af hverju leyfði ég henni þetta? Kannski að vinátta komi á undan ást?
En nú leið og beið. Mánuði seinna byrjuðu þau saman. Núna segist Hann aldrei hafað viljað sambandið, en hverju sem svo líður enduðu þau saman. Það braut hjartað mitt! Hún spurði hvort að mér fyndist það í lagi. Hvað átti ég að segja? Nei? Og þar með skemma allt fyrir henni og Honum? Já, allt í góðu, svaraði ég. Sambandið entist í 1-2 mánuði. Hún hringdi grátandi og sagði mér að það væri búið. Ég huggaði hana að sjálfsögðu, en fann hvernig hjartað tók kipp! Ekki var öll von úti enn.
Ári síðar, áttaði ég mig á því að ég elskaði Hann ekki. Ef ég hafði elskað Hann var sú ást horfin, eða að minnsta kosti í felum. Í sumar kynntist ég Honum almennilega, án vinkonu minnar. Hann hefur náttúruleg alltaf verið vinur minn, en í sumar breytist það. Hann varð ennþá betri vinur minn.
Á þessu skólaári, eða í fyrra, komst Hann á fast með annarri bestu vinkonu minni. Þetta var á erfiðum tíma fyrir þau bæði. Því miður vegan pressu frá öðrum entist það samband ekki lengi. Hann elskar hana enn, en hún er ekki viss hvað hún vill. Eða hún segir mér bara ekki frá því. Sársaukinn, sorgin og svikin sem Hann hefur orðið og fundið fyrir, er óbærilegur.
Ég áttaði mig aftur. Ég elska Hann. En bara sem vin. Hann er besti vinur minn. Það tók mig nógu langan tíma að átta mig á því. Ég vissi ekki að það væri hægt að elska vini sína. Að þykja vænt um þá, vissi ég að væri hægt, en að elska, hafði ég ekki hugmyndum. Loksins varð mér það ljóst. Ég elska Hann meira enn ég hef elskað nokkurn annan vin. Ég finn til með honum. Ég finn nánast sársaukan sem stafar frá Honum! Sársaukinn og sorgin gegnsýrir Hann. Hann hefur orðið fyrir ástasrsorg, misst fjölskyldumeðlimi, og stríðir við heimiliserjur. Hann er þunglyndur. Ég óttast um Hann alla daga. Ég hræðist þann dag sem síminn hringir og mér sagt að Hann hafi drepið sig! Aldrei! Það má ekki gerast. Ég reyni og reyni að draga Hann upp úr þessu. Hann elskar hana enn. Hún gerir honum kleift að anda, en um leið drepur sá andardráttur Hann. Að elska einhver svona mikið eins og Hann elskar hana, getur verið hnífur sem situr fastur í hjartanu. Öðru hvoru finnur Hann aftur straumana, og þá er eins og einhver snúi hnífnum í hjarta Hans.
Hann segir að ég hafi bjargað sér á nokkurn hátt. Ég óttast að gera eitthvað vitlaust sem fælir Hann í burtu frá mér. Ég óttast að særa Hann. Hann hefur alla sína ævi orðið fyrir sársauka og þjáningu. Ég vil ekki valda honum það líka. Hvað á ég að gera? Á ég að fylla huga hans af vonum um að þau gætu endað aftur saman, þegar ég sjálf er ekki viss? Á ég að segja honum að gefa upp alla von, þegar ég er ekki viss á því líka? Hvernig er milli vegurinn? Hvernig á ég að hjálpa Honum að komast áfram í lífinu? Án þess þó að gleyma henni. Því hún vill áfram vera vinkona hans.
Hann má ekki deyja! Ef Hann deyr dey ég! Ég verð að bjarga Honum! Hann er orðinn hluti af hjartanum mínu!
Anonymous;