Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skrifa grein á Huga og vona að einhver hjálp eða allavega skoðanir fáist á þessu =/
Það byrjaði þannig að ég og skólafélagi minn urðum hrifin af hvort öðru í langan tíma en gerðum ekkert í því. Eftir nokkurn tíma voru allir farnir að sjá að eitthvað var í gangi svo að við ákváðum að taka skrefið og byrja að deita. En málið er að allir voru ekki voðalega sáttir við þetta samband svo að það varð frekar leiðinlegur tími í rauninni heldur en skemmtilegur.
Besta vinkona mín var ýkt fúl að ég ætti kærasta og sagði að hann væri í raun að eyðileggja vinkonusamband okkar heldur en eitthvað annað. Ég þorði ekki fyrir mitt litla að hitta strákinn í frítímanum heldur hitti ég stelpuna sem vissi um alla stóra sem smáa hluti sem voru í gangi í sambandinu. Það endaði þannig að eftir einungis þrjár vikur hætti ég með stráknum. Við vorum bæði með ýmis vandamál heima fyrir svo að þetta varð frekar leiðinlegt tímabil. Mér þótti svo ótrúlega leiðinlegt að hafa sært strákinn svona að mig langaði að deyja. Ég hætti að umgangast vini og hvarf nánast nema í skólanum þegar ég þurfti endilega að face-a þau öll. Ég fór samt að eignast fleiri vini sem mér þótti svo vænt um og kom það þannig út að ég varð hrifin af öðrum strák.
Í ferðalagi í skólanum urðum við og semsagt strákur 2 nánari. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og ég gat verið ég sjálf. Málið var að engin vissi þetta nema ég, strákurinn og besti vinur hans. Ég sagði vinkonu minni ekki neitt en þegar hana fór að gruna eitthvað þá fékk ég þessa sömu ólundartilfinningu og áður og köttaði á hann líka. Og þá voru komnir tveir særðir strákar! Mér leið fokk illa og langaði að skjóta mig á stundinni.
Eftir um það bil tvo mánuði í þessu ástandi ákvað annað foreldrið að fara með mig til læknis þar sem ég hafði aldrei verið svona, ég var þessi glaða týpa. Eftir eitt stutt viðtal var ég greind þunglynd ásamt því að sálfræðingurinn greindi mig með félagsfælni, og ég var í þeim pakka að þóknast öðrum en ekki hugsa um mig. Mér fannst þetta vera rugl þar sem ég hugsaði ekki um neitt nema mig, hætti með strákunum svo að mér gæti liðið betur útaf vinkonunni sem reyndar gerði illt verra.
Núna, nokkrum mánuðum síðar sit ég með bullandi samviskubit yfir þessu öllu og vonast eftir fyrirgefningu sem ég býst við að ég muni aldrei fá nema ég geri eitthvað í þessu. Einnig er ég enn í vafa hvort ég sé hrifin af þeim, hrifin bara af öðrum og hinn sé huggun?
Strákur nr. 1 var æði, góður og eiginlega strákaútgáfan af mér.. við gátum legið og vorkennt okkur fyrir öllu mögulegu meðan strákur nr.2 var svo glaður og gerði allt rosalega skemmtilegt! Það var snilld og skemmtilegur tími en sjúk pressa! Ég þori ekki aftur að eignast kærasta við hugsunina að særa þau þrjú eða upplifa þetta aftur.. nú bíð ég bara eftir því að komast í annan skóla og nýtt umhverfi; vona að það verði eitthvað betra =)
Væri til í að fá comment fyrir hvað þið mynduð gera í mínum sporum og please ekki hugsa að ég sé einhver skank!; takk ;)
-ein ráðalaus!