Mér finnst hjarta mitt vera uppfullt af tilfinningum sem ég ræð ekki við. Þegar ég á við tilfinningar, þá á ég við tilfinningar sem eru blandaðar ást og vináttu.
Þannig er nefnilega mál með vexti, að ég kynntist þessari frábæru stelpu fyrir ári eða svo. Hún er allt sem hugurinn girnist, gáfuð, fyndin og án efa mjög falleg. Þykir mér mjög vænt um hana og allt sem því fylgir, en vegna sérstakra ástæðna þá náði ég að klúðra traustinu á milli okkar með klaufalegum villum. Þegar ég á við villur, þá á ég við villur í mannlegum samskiptum. Ég fór að breytast í aðra manneskju á köflum þegar að ég talaði við hana, aðeins til þess að ganga í augun á henni, en ekki vildi svo betur til en það, að það fór á allt annan veg en hann átti að fara. Ég fór að láta henni líða illa, vera með einhverja drama stæla og gerði allt of mikið úr hlutum sem meðalmanneskja gæti sætt sig við.
En ekki nóg með það, heldur fór ég að láta þessari manneskju líða illa varðandi sig sjálfa með því að haga mér eins og lítið barn. Ég veit ekki hvað segja skal, en eftir þetta þá talaði þessi yndislega manneskja ekki við mig í nokkurn tíma og voru alveg góð rök fyrir því. En nú er komin upp önnur staða, því henni líður illa vegna tiltekinna áðstæðna og ég ætlaði mér að bjóða henni í bíó eða eitthvað skemmtilegt þegar að páskafríið byrjar til að létta huga okkar beggja frá hinu daglega amstri, en eftir að hafa spurt hana hvort hún vilji byrja vináttu okkar uppá nýtt, að þá neitaði hún mér um það og mér líður hreint út sagt ömurlega útaf því.
Ég er bæði pirraður á því að hafa ekki fengið annað tækifæri og líka því hve illa ég klúðraði málum í fyrra skiptið sem við vorum vinir og þar með klúðraðist tækifærið mitt þar sem það var bara eitt.
Mér þykir virkilega vænt um þessa stelpu og gæfi ég allt til að fá annað tækifæri, því þú getur ekki fundið jafn skemmtilegan persónuleika þó víða væri leitað.
Maður á nú líka bara hálf erfitt með að tala við hana á msn því mér líður bara eitthvað svo einkennilega. Ég þakka þó fyrir að hún vilji spjalla við mig á msn en ég er bara svo hræddur um að skemma eitthvað meira með því að tjá mig við hana þar líka. Því eftir að hún tilkynnti mér að hún vildi ekki vera vinur minn í hinu raunverulega lífi, þá fannst mér ég ekki hafa neinn tilgang í lífi hennar. Kannski hún vilji bara losna við mig alveg…..Ég veit ekki.
En ég vona að þið getið gefið mér einhver ,,tips'' eða sagt mér að horfast í augu við blákaldann veruleikann og láta kjurt liggja.