Fyrsta ástin

Hérna ætla ég að segja ykkur hvernig ég kynntist minni fyrstu ást.

Þetta byrjaði allt einhverntímann í fyrra vor, eða haustið 2004 að byrjað var að plana keppnisferð til útlanda með flokkinum mínum. Valið stóð á milli Götaborgar eða Spánar.
Ég var mjög á því að fá að fara til Svíþjóðar þar sem bróðir minn býr í Stokkhólmi og því gæti ég heimsókt hann eftir vikuna með liðinu. Ég þakka guði að við fengum að fara til Svíþjóðar, annars hefði ég ekki kynnst þessum æðislega strák, og jú ég upplifði líka margt í Götaborg sem ég á aldrei eftir að gleyma, en ég mun einhvern tímann skrifa grein um það á Ferðalög eða hvað það nú heitir. En það verður ekki fyrr en seinna.

Út í Svíþjóð var maður opinn fyrir öllu. Eða þið vitið, maður á lausu – hver einasti strákur sem gaf manni auga fékk áhuga á móti. Og já það var helling. Já ég þyrfti reyndar að byrja á því að segja að þetta var 4. flokkur karla og kvenna, fólk fætt ’89 – ’90. Og já á sömu hæð í skólanum sem við gistum í var lið Selfoss. Skemmtilegir strákar þar á ferð.

En já aftur að því sem ég sagði. Það var mikið verið að gefa manni auga og svona hözzla mann þarna úti (sérstaklega indverjar, þeir eru greinilega alveg að “deyja á greddunni” eins og ein vinkona mín mundi orða það).

En svo að ég muni, var bara einn strákur sem gaf sér tíma í að tala við mig almennilega. Þegar ég hugsa til baka byrjaði fyrsta samtal okkar á því að við vorum að gera grín af vini hans sem var að fykta í “samlokusíma” og ég sagði: ,,Þetta er eins og að reyna að sjá þegar ljósið í ískápnum sloknar”
Síðan fór ég alltaf að gægjast hvar hann væri, reyna að hitta á hann á ganginum og á leikmanna partýinu sem var haldið fyrir fólkið á þessu móti (helvíti stórt mót, lið frá mörgum löndum og svona) reyndi ég alltaf að finna hann og það endaði með að við vorum að dansa saman. Á leiðinni til baka var verið að gera grín af okkur. Kalla mig “kjéllinguna” hans (væntanlega af Selfyssingunum) sem mér fannst bara allt í lagi.

Þarna um kvöldið höfðum við, ég og vinkona mín, verið að grínast í honum um að hann ætti að koma og horfa á okkur keppa. Og já, viti menn. Hann kom. Klukkan 9 um morguninn (sem var btw afmælisdagurinn minn) og mig minnir að við höfum tapað leiknum og að hann hafi huggað mig.

Síðan var stefnt á Liseberg. Tívolíið í Götaborg. Ég hitti hann eiginlega ekkert þar, enda bara að njóta þess að vera með skemmtilegu fólki, í 25 stiga hita á afmælisdaginn.
Síðan var ég að gægjast og vinkona mín (sem ég tel að sé skyggn, því að áður en við fórum út sagði hún að ég ætti pottþétt eftir að kynnast einhverjum úti. Sem ég trúði btw ekki) sá að ég var að horfa á hann. Hún sagði mér að fara og tala við hann, hann væri augljóslega hrifinn af mér líka. Ég þorði því ekki. Hann fór í eitthvað tæki þar sem maður verður rennandi blautur í og ég eitthvað. “Ok, komdu, ég ætla að elta hann” og dró vinkonu mína í þetta tæki. Sem endaði þannig að við lentum í gúmmíbát með 6 Svíum og urðum rennandi blautar. Ég fann hann síðan fyrir utan í svona dæmi þar sem maður kastar boltum í dót. Talaði pínu við hann og ég man hvað hann brosti mikið til mín. Síðan leið dagurinn. Haldið var pínu Íslendingapartý í portinu hjá skólanum, þar sem flest íslensku liðin voru á sama stað. Minnir að það hafi verið, ÍR, Selfoss, HK, Víkingur, Valur eða Haukar og FH.

Daginn eftir - dagurinn sem allir fóru heim, nema ég, máttum við fara í mollið svona í síðasta skipti. Og ég – ja segjum bara að ég nennti ekki, ekki alveg strax. Þannig að ég beið ein þarna eftir í skólanum. Og já segjum bara að hann hafi líka ekki nennt alveg strax. Þannig að við fórum saman út í sjoppu og keyptum okkur eitthvað að drekka.
Löbbuðum síðan saman í mollið en villtumst á leiðinni útaf því að við töluðum svo mikið. En ja við fundum mollið á endanum. Þar labbaði hann með mér og vinkonum mínum fram og til baka, leyfði mér að fílflast í honum, setti á hann hatta og sólgleraugu – eitthvað sem ég vissi aldrei að ég mundi einu sinni þora að reyna. Þetta kom bara svo náttúrulega. Á leiðinni heim var kallað í hann og hann þurfti að fara og liðið mitt fór á einhvern pizza stað. Ég hitti hann ekkert fyrr en bróðir minn var kominn að ná í mig. Þá sagði ég við bróðir minn að ég þyrfti að fara á klósettið – svona að reyna að athuga hvort ég mundi sjá hann. Bróðir minn bað mig um að fylla flöskuna sína af vatni og ég væntanlega þáði allt sem gat gefið mér lengri tíma.

Ég hljóp inn og mætti honum í hurðinni, minnir mig að ég hafi sagt: ,,Hæ ég er að fara bróðir minn er kominn” og hlaupið inn. Hann kom síðan já á eftir mér og á kvennaklósettinu í Samskolen í Götaborg fékk ég fyrsta kossinn minn.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Efast um að einhver nennir að lesa þetta allt.
En já við vorum saman þangað til 20. mars síðastliðinn að við ákváðum að slíta þessu útaf okkur var farið að líða illa (sérstaklega mér) útaf við hittumst svo sjaldan.

Ef ég hefði vitað að síðast þegar ég hitti hann væri síðasta skiptið okkar saman hefði ég gert eitthvað annað, ég hefði ekki leyft mér að fara heim eins snemma og ég gerði. Ef ég mundi skrifa upp allar góðu minningarnar með honum tæki það margar blaðsíður.

Ég elska hann ennþá og eg mundi gera hvað sem er til að vera með honum, en þetta var orðið svo erfitt. Hann á Selfossi og ég í bænum.
Kannski er hann ánægður að vera laus, kannski elskar hann mig ekki – eg veit það ekki útaf því að ég get ekki skyggnst inní huga hans. En ég elska hann, hann á alltaf eftir að hafa sinn stað í hjartanu á mér og ég vona að þó að ekkert meira gerist á milli okkar að hann útiloki mig ekki því það mundi, algjörlega, drepa mig.

Kannski eigum við eftir að byrja saman aftur, það væri samt eitthvað svo mikil bíómynd.

Ég ætla mér að hringja í hann. Tala við hann. Bara get það ekki núna, því hann er í skólanum.

Ég skæri mér hjartað úr,
með skeið
Því ég gæti ekki elskað þig
neitt meir
Því græt ég í nótt
Ó komdu nú fljótt,
því ég sakna þín svo

Ekki gleyma mér,
ég er hér enn
Ég finn svo til
því innan í mér brenn
Allar minningarnar
um mig og þig
Ekki gleyma
því þær eru til


takk fyrir
kveðja
~bollasúpa