"Framhjáhald eða ekki???"
Hvar dragiði mörkin??
Fyrir rúmu ári eða svo var ég með strák, það gekk voða vel hjá okkur, búin að vera saman í hálft ár og allt í goody.
Svo var það ein helgi sem ég skrapp í bæinn yfir eina nótt(bý út á landi) og hann skellti sér í partý með öllum skólafélögum okkar um kvöldið.
Ekkert merkilegt við það nema að þegar ég kem heim aftur daginn eftir, fer ég að heyra allskonar sögur frá fólki í kring um mig…
allskonar athugasemdir í sambandi við kærastann minn og þessa stelpu sem ég þekki. Ekkert ákveðið bara hlutir eins og “Sumir voru nú ansi vingjarnlegir” og þess háttar… Þessi stelpa er ein af þessum sem reynir við alla og leikur sér að strákum, enda ekkert nema bodyið, og því betra ef þeir eiga kærustur.
Allavega, þar sem ég bý i litlum bæ og mikið af fólki á svæðinu magnaðist sagan(atburðurinn) upp eins og skot og varð á endanum til þess að við hættum saman.
Það voru teknar myndir af þeim þar sem þau sofnuðu hlið við hlið og ýmislegt þannig en ekkert ákveðið og þegar ég spurði kærastann sagði hann alltaf að ekkert hafi gerst. EN þar sem kærastinn er daðrari líka fannst honum ekkert hafa gerst þar sem þau kysstust aldrei eða neitt svoleiðis… en hvar er hægt að draga mörkin???
Er það ekki framhjáhald nema eitthvað líkamlegt gerist?