(Ef þig grunar að þetta fjalli um þig, þarftu ekkert að lesa þetta, ég er ekki að reyna að ná sambandi við þig heldur bara að fá útrás)
Rosaleg up and downs sem maður lendir í.
Jújú, manni líður svosum… Illa núna.
En áðan gerði ég skyssu - Ég orðaði hlutina of alvarlega. Bara það að manni sé sama þó maður deyi þýðir ekki að maður vilji deyja. Ég sagði semsagt kærustunni/vinkonu(flókið) minni frá því þegar ég tók inn 12 slökunartöflur daginn sem hún hætti með mér (núna erum við samt orðin, eða vorum allavega, vinir sem kyssast og þannig). 4 eiga að nægja til að sofna. Þetta líkist eitthvað svefntöflum og þessvegna var maður ekkert viss um hvað myndi gerast - En ég var ekki á leiðinni að deyja þá. Mér var hinsvegar sama þó ég myndi deyja þá, en ég reyndi ekki að drepa mig. Ég skrifaði til hennar:
“Ég tók einu sinni 12, var ekki viss hvað myndi gerast, mér var alveg sama, ef eitthvað alvarlegt hefði gerst einsog dauði var mér sama… ég var ekki að reyna að drepa mig en þegar ég gerði þetta þá var mér sama þó þetta endaði þannig *-)” En þetta þýðir ekki að dauðinn hafi verið nálægt, ég skrifa núna beint upp af pakkanum þarsem stendur um ofskömmtun: “Telja má náttúrulyfið hættulaust en ekki liggur fyrir reynsla við ofskömmtun. Inntaka stórra skammta af garðabrúðurót (yfir 20 grömm) geta valdið þreytu, magakrömpum, sundli, ljósopsstækkun, handskjálfta og þyngslum fyrir brjósti. Hafið samband við lækni ef óvæntra einkenna verður vart. Sýnið lækninum umbúðirnar”.
Þegar ég sagði að mér hefði verið sama um dauðann þá var ég bara að nefna hvernig mér leið akkúrat á því augnabliki, ekki það sem ég var að fara að gera. Því ég lofaði henni að ég yrði á lífi í desember - Fyrir utan ef að slys bæri að höndum, gat ekkert spáð fyrir um það. Og ég vil ekki svíkja loforð til hennar, ég vil að hún geti treyst mér. Ég var búinn að lofa henni að skera mig aldrei aftur og hef staðið við það, en henni fannst þá einsog ég hefði verið að lofa að gera ekki neitt við mig nokkurntímann aftur. En já, ég gerði þó ráð fyrir að það versta gæti gerst svo ég sagði annarri vinkonu minni að hafa samband við einhvern ef ég hefði ekki haft samband við hana fyrir ákveðinn tíma. Þó ég hafi haft enga trú á að þetta gæti drepið mig. Gerði varúðarráðstafanir, því ég vil ekki deyja, ég fann góðan hlut við lífið. Hana.
En hún særðist skiljanlega við að frétta að ég hefði tekið þetta inn - Og ákvað núna að tala ekki við mig í viku, svona fyrir sjálfa sig. Hún má svosum gera það - En mér mun líklega líða illa á meðan. En hún verður að sjá um sjálfa sig. Vonandi fer hún samt ekki beint að tala um þetta við eina vinkonu sína, þá gæti ég alveg trúað að ég myndi aldrei heyra í henni framar. Ég vil tala við hana og vera vinur hennar, að hún geti treyst á mig - Ég vil að hún geti sagt mér allt. Ég vil vera til staðar fyrir hana og ég vil hjálpa henni, ég vil láta henni líða vel. Ég er einnig sjálfselskur og þessvegna vil ég ekki að hún slíti allt samband við mig. Ég vona að hún geri það ekki, en tíminn einn mun leiða það í ljós.
Ég er hættur öllu þessu bulli um að meiða sjálfan mig eða skaða eða að gera eitthvað sem gæti flokkast sem careless aðgerðir þegar mér líður illa. Ég mun aldrei gera nokkuð slíkt aftur, sama þó hún muni kannske ekki hafa samband aftur. Ég lofaði henni, og ef ég lofa henni svona hlutum… Get ég ekki svikið þá.
Ef hún talar við mig aftur mun ekkert svona óvænt koma uppá, að ég hafi skorið mig, tekið inn töflur né neitt þessháttar. Ekkert þannig myndi gerast. Aldrei. Margar ástæður fyrir því, t.d. sú að ég vil lifa, ég vil ekki láta henni líða illa og þannig.
Við getum vonandi talað saman sem vinir eftir þetta - Og séð til hvað gerist þegar við hittumst. En þangað til, á meðan hún er reið útí mig, ætla ég bara að reyna að komast í gegnum dagana. En ég vona helst af öllu að hún fái ekki ranghugmyndir einsog gerðist smá eftir að ég fór á fyllerí - Ég vona að hún haldi ekki aftur af sér við að hafa samband þó einhver kannske espi hana uppí að líka illa við mig.
Ég man hvað þetta var frábært (svona, miðað við aðstæður) um helgina og mestmegnis fyrir helgina - Við vorum vinir og sögðum hvort öðru allt. Alveg allt. Síðan hittumst við um helgina og skemmtum okkur vel - Þær stundir eru þess virði að líða stundum illa, finnst mér. Ég vona bara að hún komist yfir reiðina og að við getum aftur talað saman venjulega - Og hver veit hvað gæti gerst svo ef við hittumst? Bara einsog um helgina seinustu, það sem gerist gerist.
Ég elska hana víst enn og mun alltaf gera - Ég vona að hún finni það í hjarta sínu að fyrirgefa mér (kannske ekki beint fyrirgefa… en you know) að ég hafi gert þetta, því ég veit vel að þetta var vitlaust og ég mun aldrei gera þetta aftur! Ég vona að hún geti reynt að tala við mig áfram einsog við gerðum - Bara, um hluti, hitt og þetta, bara allt. Vona að henni þyki líka gott að tala við mig, vona að henni þyki líka gott að vera með mér - Vona að hún geti fyrirgefið mér þetta, að henni geti runnið reiðin og treyst mér varðandi það að svona lagað mun aldrei gerast aftur. Vona að hún geti talað við mig aftur - Vona að hún meti tímana sem við höfum átt saman nóg til að gefa þessu séns, ég er alveg hættur þessu og ég veit að ég mun líklegast missa hana ef ég geri eitthvað þessu líkt aftur. Og það sem ég vil allra síst í heiminum er að missa hana.
Ég vona að henni þyki það vænt um mig að henni geti runnið reiðin og haldið áfram að hjálpa mér að líða betur - Og ég mun gera mitt besta á móti til að henni líði betur. Ég vil geta verið til staðar alltaf ef hún þarf að væla, bara til að hún geti komið þessu frá sér. Ég vil tala við hana - En ég má ekki vera þetta sjálfselskur. Hún vill ekki tala við mig í viku, ég mun hafa samband við hana eftir viku þó, og vona að henni hafi runnið reiðin eitthvað - Allavega nóg til að treysta sér til að tala við mig. Ég hata að láta henni líða illa og skil að hún hati að láta mér líða illa, og ég vona allra helst að við getum talað saman og verið vinir.
Ég vildi halda endalaust áfram en einhverntímann verð ég að hætta… Heh, þetta bréf, eða hvað þetta er, er stútfullt af sjálfselsku frá mér. Bara það að ég vilji tala við hana og þurfi þess, ég meina, þó ég vilji það og það sé gott fyrir mig þýðir ekki endilega að það sé gott fyrir hana. Mér finnst bara að þegar ég er ekki að hósta uppúr mér svona hlutum, um að ég hafi meitt mig og þannig… Að þá sé það gott fyrir hana að tala við mig. Bara ekki þegar ég segi henni frá þessum hlutum… Æj, ég vildi fá útrás. Ég vona að henni renni reiðin og að hún geti talað við mig aftur einsog áður fyrr - Ég vildi segja henni frá þessu fremur en að leyna henni að þetta hafi gerst og ég vona að ég hafi ekki endanlega fælt hana frá mér með því að segja henni þetta. Ég vildi bara segja henni allt, vera hreinskilinn. En ég skil að henni líði illa yfir að hafa kannske verið smávaldur að þessu… En ég vona að hún verði ekki, tjah, reið útí mig lengi fyrir að hafa gert þetta. Skil að hún hafi áhyggjur af því að ég geri þetta vegna hennar, og að hún sé ekki sátt með að ég beið í 2 vikur rúmlega með að segja henni þetta.. Ég vona að hún geti treyst mér aftur, ég vil vera hjá henni, tala við hana og hjálpa henni, láta henni líða betur. Og ef ég færi að svíkja þessi loforð mín við hana - Henni myndi líða verulega illa og ég vil ekki að það gerist, hún á skilið að líða vel og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa henni að líða vel. En ég vildi segja henni sannleikann, svo ég gerði það. Þó ég hafi ekki beinlínis logið þá hélt ég sannleikanum frá henni, sagði henni aldrei frá þessu. Vona að sannleikurinn hafi ekki drepið samskiptin hjá okkur. Ég vona að henni geti runnið reiðin og að við getum talað saman á ný - Bara svona venjulega, einsog við töluðum. Vinir.
Æj… Smá útrás, en jæja.