Mér langar að deila með mér af reynsluni sem fylgir að vera með fíkil. ég er ekki á höttanum eftir neinni samúð, en mér langar að segja mína

sögu ef að það gæti hjálpað einhverjum þarna úti. Ef einhverjum finnst ég vera að gera mig að píslarvætti getur sá hinn sami bara þagað - ég

tek ekki mark á því. Þetta er einhvað sem ég vill deila með mér.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða einu sinni hvort ég egi að skrifa þetta yfirleitt. En málið er að mér finnst ég verða að segja þessa

sögu, og ef þú lest þetta þá færðu allavegna að heyra hana frá minni hlið, eins og ég upplifði þetta. Þótt ótrúegt sé þá meika ég eginlega

ekki að segja þér þetta. Ég ætla að reyna að hafa þetta sem minst perósónulegt - því að þetta er ekki ætlað sem þannig.

Einvherntíman í ca. nóvember kynntist ég allveg æðislegri stelpu. Smám saman var ég farinn að átta mig á því að ég væri að flala fyrir henni.

en þar sem ég var aðstoðarþjálfri og hún þáttandi á námskeiðinu sem við kyntumst á þá ákvað ég að bíða með að gera einhvað þangaðtil það væri

búið. Þjálfari námskeiðsins ráðlagði mér þetta. Við vorum eginlega svona perfect fit og hinir þrír aðstoðarþjálfarnir sögðu við mig að við

vorum made for each other.

Við byrjuðum aldrei saman og ekkert gerðist þannig séð á milli okkar. Nema að við vorum bæði hrifin af hvor öðru ég ég held að ég geti gengið

svo langt að fullyrða að við vorum (erum?) sálufélagar. Við gátum talað samaum um nákvæmlega hvað sem er. Hún sagðist geta talað við mig um

hluti sem hún hefði haldið að hún gæti aldrei talað um við neinn. En ég veit samt það að þetta var meira en vinátta, þetta var ætlað sem

einhvað annað. Ég held að við höfum vitað bæði að það hefði aldrei neitt getað gerst á meðan við vorum á námskeiðinu, plús það að hún var

ekki ennþá allveg komin yfir fyrrverandi skíthæl. Flókið að útskýra.

En allt gott hefur sína galla. Og ég vissi af gallanum hennar frá fyrsta degi, hún var óvirkur fíkill. Af hreinni og skærri viðringu fyrir

henni þá ætla ég ekki að fara nánar út í hverju hún var í, en ég get fullyrt að það var ekki einhvað hættulaust. Þegar við kyntumst hafði hún

verið hrein í ár. Og svo voru það erfiðleikar í fjölskylduni sem gerðu það ekki betra.

Þegar að námskeiðið loksins var búið og einhvað gat farið að gerast, þá var það eins og einhvað væri breytt. Þó að ég var lengi að átta mig

hvað hefði gerst þá vissi ég það eginlega allan tíman. Hún var fallin. Sagði mér það í desember, tvem vikum fyrir jól minnir mig. Núna

byrjuðu verulegu vandamálin. Ég vissi ekkert hvað gera skyldu og eftir að ég fékk að vita að hún væri fallin hef ég hitt hana tvisvar, kanski

þrisvar. Hún kendi mér um að reyna að stjórna sínum tilfinngum og var snappandi á mig daglega. Varð gjörsamlega önnur manneskja.

Yfir jólin þá fór ég heim í sveitina. Ég var á báðum áttum - vissi ekki hvort ég saknaði hennar. Vissi bara að ég saknaði hennar eins og hún

var vön að vera. Ég hafði meas boðið henni að koma í sveitina með mér, svosem eina helgi venga þess að ég vissi að hún hefði gott af því að

komast frá sínum vandamálum heimafyrir. Bauð henni þetta áðuren hún féll. Það varð vitanlega ekkert úr því. Hérna við hliðni á mér er hlutur

sem hún átti að fá í jólagjöf, en ég skipti um skoðun og gaf henni annað eftir að hún breyttist. Ef þið vissuð hvað þetta væri myndu þið

skilja. En þessi hlutur sem hún átti að fá á ég sem minningu um að allt getur farið til andskotans.

Á milli jóla og nýars þá gafst ég einfaldlega upp og brotnaði niður. Ákvað að hringja í mömmu hennar og segja hvað hefði gerst. Sagði

stelpuni hvað ég ætlaði að gera og fékk fáranlegustu lygar framan í mig, ætlaðar til að fá mig að hætta við. Það heppnaðist ekki og hringdi

ég í mömmuna. Sagði svo við stlepuna hvað ég hefði gert og heyrði svo ekkert frá henni þangaðtil um dagin, kem að því seinna.

Saga mín og saga mömmunar pössuðu saman niður í öll smá atriði svo að ég veit allveg að ég var ekkert að fara með vitlaust mál. Lengi eftirá

vissi ég ekki hvort ég hafði takið rétta ákvörðun. Síminn minn var óþægilega þögull, símreiknurignn minn datt niður úr 1000-2000 kr á dag

niðru í sömu upphæð mánaðarlega og allt varð tómt. Þegar ég ákvað að hringja í mömmuna þá var ég fultl meðvitaður um að stlepan myndi hata

mig, en ég gerði það samt. Ástin er víst blind. Sagði við mömmuna að hún skyldi ekkert vera að fela hver hefði sagt henni þetta. En ég bað um

tíma til að geta komið hreynt fram við hana fyrst og er henni mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þann tíma.

Þetta atvik eyðilagi jólin hjá bæði mér og henni, en ég kenni henni samt ekki um. Svo fór ég í bæinn aftur 30 des og datt harkalega í það um

áramótin með tilheyrandi vitleysu. Lét símann frá mér í hendur annara svo að ég myndi ekki gera einhvað snælduvitlaust. Út janúar gat ég ekki

hugsað um annað en hana, vildi hana aftur - en samt ekki.

Í jánúar hittumst við allir þjálfarar af námskeiðinu, bæði þjáfarinn og aðtoðarþjálfarar. Þjálfarin þekkti hana þegar hún var í neyslu á

fyrri árum. Hún hafði hitt hana nokkrum dögum fyrr í smáralindini og sagði mér að hún væri orðin allveg eins og hún var. Það var hart að fá

að vita þetta, en samt gott einvhernvegin. Get ekki lýst því en þetta fékk mig til að átta mig betur á því sem gerst hafði.

Svo fór það að síast inn í mig að þó að ég gæti fengið hana aftur þá myndi ég ekki taka sénsinn. Svo fór ég loksins að hætta að hugsa um

hana. En svo fórum við að rífast með bloggi (algjör steypa) og svo unblokkuðum við hvort annað á msn og f´roum að rífast enn meira. Núna erum

við á speaking terms. Ég veit ekki hvernig ástandið er á henni í dag, hvort hún sé í neyslu, eða hvort hún sé ekki. Mér er ekki sama, en mér

finnst það ekki lengur koma mér við. Ber ekki lengur tilfinngar til hennar, eða í raun geri ég það örugglega, er bara orðinn numb. En samt

hangir þessi fáranlega hugsun í kollinum á manni, “hvað ef annað tækiæri myndi bjóðast?”. Numbleikinn myndi öruggelga hverfa. En ég veit að

sá dagur mun ekki líta dagsins ljós. Another time, another place - þetta hefði geta orðið ienhvað æðislegt, en það varð það ekki. 'eg er

hálfpartinn þakklátur fyrir að þetta varð ekkert meira.

Núna ber ég tilfinngar í garð annari stúlku, en ég ætla ekki að blanda þvi inn hér.

Enn þann dag í dag er ég ekki viss um að hafa tekið rétta ákvörðun. Líklegast kemst ég aldrei að því - þó að öll skynsemi segi að ég hafi

gert rétt. Það er einhvernvegin ekki nóg. Ef einvher sem les þetta stendur í sömu stöðu og ég gerði, eða geri núna þá vill ég bara segja

ykkur að það er enginn sem getur sagt hvað þið egið að gera eða ekki gera. Reynið bara að hugsa einhvað um ykkur sjálf og ekki fara til

andskotans útaf þessu. Svona að lokum vill ég líka segja að það ég vildi bara koma þessu frá mér og ég hef reynt mitt ytrasta til að

utanaðkomandi geta ekki giskað hvern ég er að tala um. En þetta er bara einhvað sem ég vill segja frá, aðalega í von um að aðrir í sömu stöðu

finni að þeir eru ekki þeir einu sem lent hafa í þessu. Svona löguð vandamál eru orðin alltof algeng í samfélaginu okkar.