Ég er ekki alveg viss um að þetta eigi heima hérna á rómantík en þetta “passar” ekki inn á neinu öðru áhugamáli.
En allavega… Þetta er mjög erfitt fyrir mig að tala um þetta þannig að ég bið fólk um að koma ekki með skítkast.
Fyrir 10 mánuðum síðan þá kynntist ég yndislegum strák. Hann var svona eins og strákurinn sem að mig hafði alltaf dreymt um. Gáfaður, spilar á gítar, finnst gaman í fótbolta, þorir að klæðast litum (t.d. Bleikum – mikið Turn on fyrir mig  ) findinn og svo skemmdi útlitið alls ekki fyrir. Eftir að hafa talað smá við hann (og þá erum við að tala um smá) fór ég e-h að pæla í honum, vildi samt ekkert samband af því að ég er alltaf svo hrædd um að verða særð. Og líka það að ég verð bara ekki svo auðveldlega hrifinn af strákum… ég finn ALLTAF e-h að :S Næst þegar ég hitti hann þá sótti hann og vinur hans mig og vinkonu mina í sumarbústaðarpartý og keyrðu okkur “heim”, gistum sko í æfingarhúsnæðinu þar sem að þeir voru að æfa. Þetta kvöld kysstumst við í fyrsta skipti, yndislegasti koss sem að ég hef upplifaðað.
Stutt eftir þetta byrjuðum við svo saman. Þremur dögum seinna riðum við fyrst (svoldið snemma sérstaklega þar sem ég var hrein)Allt gekk mjög vel í svoldin tíma, ég breyttist og þroskaðist við að byrja með honum og vinkona hans sagði að hann hafði breyst mjög mikið (á góðan hátt) síðan að hann kynntist mér. Allt gekk mjög vel í sumar og líka í vetur. Við eyddum miklum tíma saman, kynlífið var æðislegt (og er það enþá). En svo rétt eftir jól fór að koma svona streita í sambandið. Hann fór að vinna og svo var/er mikið að gera í skólanum hjá honum. Og þess vegan var mikið álag á honum og satt best að segja þá erum við ekki að höndla það nógu vel. Hann verður stressaður og pirraður, lætur það bitna á mér og ég verð fúl og læt það bitna á honum. Þannig eru síðustu 2 mánuðir búnir að ganga. Og það versta er að við vorum svo mikið saman fyrir jól og þess vegan varð ég svona “háð” honum og umleið og hann er að gera eitthvað annað en að vera með mér verð ég einmanna og finnst ég VERÐA að vera með honum og hitta hann. Alveg hreint út sagt óþolandi, sérstaklega þar sem hann er svona persóna sem að þarf sitt “speis”.
Ég fæ stundum svona köst þar sem að ég verð að snerta hann (ekki endilega á kynferðislegan hátt), bara að halda utan um hann eða halda í hendina á honum. Og það hefur komið svoldið oft fyrir að hann ýti mér frá og segir að hann sé ekki í stuði, og auðvitað verð ég leið.
En allavega…
Síðustu þrjár vikur hafa tekið virkilega á. Sambandið hefur verið á bláþræði og í rauninni var ég ekki viss um hvort að ég ætti að sleppa takinu af honum, veit bara að ég vil það alls ekki.
Fyrir 2 vikum síðan þá fór ég í partý og var svoldið full þegar hann kom heim úr vinnunni (hann kom sko til mín í party þar sem ég var) Og við ætluðum svo heim að sofa þegar hann kæmi. En hann var pirraður við að sjá mig svona fulla (held ég) plús það að hann var þreyttur eftir erfiðan vinnudag. Eftir að við fórum úr partýinu þá fórum við að rifumst við. En við náðum að leysa úr því (hélt ég) en helgina eftir það þá fórum við fyrst að rifest fyrir alvöru. Hann var blindfullur og ég var vel í því (fann samt ekki neitt fyrir því). Við öskruðum á hvort annað (og þar kom ýmislegt fram sem að átti alls ekki að gera, hlutir sem að ekkert var til í og hlutir sem að við meintum ekki), grétum alveg helling (báðir aðilar), rifumst aðeins meira, og svo fékk ég nóg. Ég sagði honum að drífa sig heim, ég var búin að fá nóg. En nei, hann vildi ekki fara heim nema að ég kæmi með. En ég var staðráðinn í því að ég færi sko ekki með honum heim, Ég var búin að fá nóg og ég vissi(taldi mig allavega vita) að þessu 9 mánaða sambandi væri lokið. En hann sætti sig ekkert við það að ég vildi ekki koma með honum og tók hann mig þess vegna upp og ætlaði að labba með mig heim. En ég varð alveg brjáluð og fór að sprikla og berjast um þannig að hann missti mig. Ég stóð upp og leit á hann og spurði, má ég gera svoldið? Og hann sagði já. Og þá sló ég hann utan undir (hitti samt ekki nógu vel), ætlaði ekki að meiða hann neitt mikið, bara rétt til að hann myndi skilja að ég væri búinn að fá nóg og að ég kæmi ekki með honum heim. Þá gerðist það.. Hann sló á móti. Ég man hvað mér brá og hve mikill sársaukinn var. Ég fann til í kynninni í hálftíma og ég finn ennþá til í hjartanu.
Um leið og hann áttaði sig fór hann að hágráta og baðst afsökunar en hann tók það líka fram að hann vissi að ég gæti aldrei fyrirgefið honum þetta. Hann lamdi mig. Ég öskraði á hann að ég skildi hringja á lögguna ef að hann kæmi nálægt mér. Ég var svo sár. Það var eins og allt það traust sem ég lifði fyrir hefði hrunið, allt sem að við vorum búinn að plana í sambandi við framtíðina, Allt farið. Ég vissi mjög vel að það sem hann gerði var ekki eitthvað sem að ég myndi gleyma. En þrátt fyrir allt þetta fór ég með honum heim, hágrátandi og gegn mínum vilja, það var orðið mjög kalt úti og okkur var báðum mjög kalt.
Þegar við komum heim hélt ég áfram að gráta. Grét í 1-2 tíma. Sofnaði, svaf illa og vaknaði svo um morgunnin og hélt áfram að gráta og grét mest allan daginn. Það eru enginn orð sem að lýsa þessum sársauka.
Eins og staðan er í dag þá erum við ennþá saman og við ætlum að reyna að vinna úr þessu saman. Ég elska hann meira en allt og ég vona að þetta eigi aldrei eftir að gerast aftur. Hann er ekki ofbeldisfullur og ég veit að hann sér eftir þessu.
Ég vil biðjast afsökunar á málfræði og stafsetningarvillum :)
Takk fyrir mig