Fyrst við erum nú á rómantík þá koma nokkrar pælingar hjá mér um ást…
Ást, hvað er ást ? er ást þegar fólk hlustar á hjartað í sér sama hvað það gæti kostað, já þá hef ég elskað, eða er það þegar þú gerir eithvað sem er algjörlega út í hött ? þá hef ég elskað…
Að mínu mati er ást bygð upp á hlutum sem við gerum í dags daglegu lífi hjá okkur, nema þarna koma fleiri þættir saman en við erum vön og þá búum við til tilfiningu sem við köllum ást afþví að við hálf ráðum ekki við allar þessar tilfiningar í einu til einnar manneskju… (taka það fram að fjölskyldan er undantekning)…
En svo aftur á móti þá tel ég líka að ást geti verið lærð og sé þar af leiðandi viss blekking… Ef þú hugsar nógu mikið um að þú virkilega elskri einhvern (einsog sem dæmi; fjölskyldan þín). Elskar þú fjölskyldu meðlimi eða er þér hálf kennt það… með rétta hugarfarinu tel ég að þú getir elskað næstum hvern sem er svo lengi sem þú hugsar nógu mikið um það… ef þú telur þér innilega trú um það þá ættiru að ná því…
Ást er ein af þeim tilfiningum sem er í raun og veru ekki ein tilfining, ást er bara orð sem skylgreinir margar tilfiningar í einu stuttu orði. Orðið ást er ekkert nema það stendi eithvað bakvið það. Hvernig öðruvísi ætlaru að ná að útskýra það að þú elskar fjölskyldumeðlimi næstum sama hvað þeir ná að gera þér, og þrátt fyrir að þú teljir þig hata þá, þá veistu innst inni að þú ert að ljúga að sjálfum þér..
en fyrst það er hægt að gera þetta með ást þá hlýtur að vera hægt að gera þetta með aðrar tilfiningar líka, sem dæmi hatur… Það sem þú hugsar stjórnar mjög miklu þegar þú hugsar nógu mikið um þá.
en svona í lokin er ást blekking eða stendur eithvað miklu meira sem við getum ekki útskýrt bakvið hana ?