Þú spyrð sjálfan þig að því: afhverju hafa allir vinir mínir haldið framhjá. Það er góð spurning. Ég myndi persónulega segja að áfengi væri ekki nógu góð afsökun fyrir það að halda framhjá… en af hverju gerir fólk það þá ? Ef að þið fengjuð tækifæri til þess að vera með öðrum aðila heldur en kærustu eða kærasta, og þið hélduð að það myndi ekki komast upp, þá held ég að þið myndið gera það, þar er nú bara tölfræðin að verki..
Það með að fólk fari í sambönd þar sem að maður hefur í raun ekki áhuga á partner manns, því gæti ég nú alveg trúað að væri nokkuð líklegt, maður hugsar með sér ást, en er í raun losti, og lostinn hverfur eftir smá stund, og þá vill maður ekkert við manneskjuna hafa í mörgum tilfella. Sumir nota þarna tækifærið til að halda framhjá, þar sem þeim er í raun sama um hinn aðilann, aðrir segja aðilanum upp áður en að þessu stigi kemur, en svo hugsa margir með sér að það gæti nú verið gott að halda í sína kærustu en einnig hafa viðhald, svona til að maximiza ríðinga fjölda eða eitthvað…
Viljastyrkur… já, persónulega myndi ég segja að ég hefði ágætis viljastyrk, en ef að, eins og kom fram hér að ofan, að maður hefur gjörsamlega engann áhuga á sinni eða sínum núverandi, þá lætur maður sig hafa það, fullur eða edrú! Gerist kannski hraðar ef þú ert fullur, en gerist einnig ef þú ert edrú…. og ef að kvenmaður býður sig fram, þá er hæpið að einstaklingur hafni þessu boði, ef á annað borð hann hefur engann áhuga á sinni eða sínum núverandi…
Áfengi fær þig ekki til að gleyma kærustunni þinni, en það getur valdið því að þér er nokk sama um hana….
Ef þú ert ástfanginn, þá að sjálfsögðu gerir maður ekki svona hluti, eins og Engel sagði sjálfur, annað er hræsni…
Gaurar sem að reyna við kærustur annara… já, þetta er nú margslunginn hópur karlmanna sem að flokkast undir þetta… persónulega þá held ég að ef kvenmaðurinn segi ekki nei við gaurinn strax, þá þarf hún eitthvað að athuga hvernig hún vill að sambandi hennar við kærastann sé háttað… en einnig veit ég um kvenfólk í sambandi sem að gerir svona hlut til þess að hefna sín ef að kærastinn hefur haldið framhjá… þá erum við reyndar að tala um svoldið vona stöðu fyrir báða aðila í sambandinu… en ég veit reyndar um dæmi þar sem að báðir aðilar í sambandi héldu framhjá, gaurinn hélt oft framhjá, og gellan hélt einusinni framhjá til að hefna sín, og það varð bara til að styrkja samband þeirra, og ég veit að þau myndu hvorugt gera þetta aftur núna, gaurinn lærði það að það var svoldið sárt að láta gera þetta við sig…
Old Fashion, spurning.. en kannski þykir þér bara svona vænt um þína núverandi, að þér dytti þetta ekki til hugar….
að lokum.. orð frá góðum manni…
“Kvenfólk getur feikað fullnægingar, en karlmenn geta feikað heil sambönd”