Ég er í þeirri aðstöðu að kærasta mín til 2ja ára hefur sagt mér upp og segir að hún hafi misst áhugann en þyki vænt um mig núna. Ég elska hana út af lífinu og vill gera allt fyrir hana og börnin hennar tvö. Ég gerði vissulega mistök á meðan sambandið var sem minnkaði ást hennar á mér en mér finnst svo furðulegt að heyra að ég hafi verið sá sem hún hafi elskað mest í lífinu hingað til og svo einhverjum 3 mánuðum seinna er þetta búið og engar tilfinningar eftir! Ég er að upplifa versta tíma ævi minnar og ég hangi samt í voninni um að fá þau aftur í líf mitt og sanna fyrir þeim að ég er 100% að elska þau öll og mistökin sem ég gerði síðast var vegna blindni í mér. Ég er algjörlega ráðþrota og mig vantar ráð frá fólki…helst konum sem skilja hana vel. Hvað er til ráða? Á ég að gefa henni tíma til að hugsa sig um hvort hún finni aftur til sömu ástarinnar, eða á ég að láta hana eiga sig? Ég er algjörlega á þrotum kominn :(
Einn hrikalega ástfanginn