Vinir Sminir
Jæja þá, ég á í smávandræðum. Málið er að í byrjaði í vor að vinna með stelpu sem mér fannst ekkert merkileg svona framan af. Það var ekki fyrr en eftir svona mánuð þegar ég var byrjaður að kynnast persónu hennar að ég fann að ég var að verða hrifinn af henni og varð reyndar hundfúll yfir því, vegna þess að ég hata að vera hrifinn af stelpum. En alla vega erum við núna orðnir mega smega góðir vinir og eiginlega meira en það því við erum eiginlega byrjuð að haga okkur eins og par í alla staði, nema þetta sem vantar upp á þið vitið. Svo nú er málið að ég er ekki viss um að ég þori að segja henni þetta því að ég er skíthræddur um að ég sé dottinn inn í friendzonið sem ég annars passa mig mjög vel á að gera ekki. En þið vitið öll að stelpur þurfa alltaf að eiga svona strákavini til að leika sér að, og koma svo með vinaræðuna ógurlegu þegar á reynir. Í rauninni veit ég alveg að ég á eftit að segja við hana að ég vilji allt eða ekkert, og ef hún segir ekkert þá verður bara að hafa það, þótt það verði ógeðslega sárt fyrir okkur bæði. Ég vil nefnilega ekki eiga stelpuvini, þær fokka bara endalaust í hausnum á manni. En samt sem áður er ég skíthræddur við að missa hana því ég dýrka hana út af lífinu. Mér finnst ýmislegt benda til að hún sé hrifinn af mér líka en svo er annað sem bendir til að svo sé ekki. Hvað sem öðru líður…þá verður hennar að vera valið. Einhverjar ráðleggingar?