Og svo Varðandi þessa grein um svokallaða deitmenningu, auðvitað fyrirfinnst hún hér á íslandi eins og allsstaðar annarsstaðar, kannski samt að fari ekki eins mikið fyrir henni hér þar sem íslendingar eru nú þekktir fyrir að vera dáldið lokuð þjóð og þar afleiðandi erfitt að kynnast fólki hérna, og já alltof mikið um þetta fyllerísstúss. En já ég hef nú alveg kynnst fólki af ircinu og einnig hér í gegnum huga og margt alveg fínasta fólk, og varðandi strákamálin þá hef ég farið á svona svokallað “deit”, og það er nú bara gaman að því, það er nefnilega svo skemmtilegt að sjá hvað margir geta verið ofboðslega feimnir.. en láta sig hafa það að hitta einhvern svona… og já ég get sagt það að sumt hafi gengið upp en annað ekki. Ég fór t.d. nú fyrir tveimur og hálfu ári að hitta einn strák sem ég var búin að tala við í svona mánuð á ircinu og við ákváðum að hittast. Og gekk það vel upp, við enduðum í sambúð í nærri tvö ár.
En já er samt sammála því að íslendingar mega opna sig aðeins meira, ekki vera svona hryllilega lokaðir og þykja hallærislegt ef einhver spyr hvort hinn aðillinn vilji koma í bíó eða kaffihús.
kv,
LadyGay