Mikið velti ég fyrir mér hvað ég á að gera á tilgangslausasta, mest niðurdrepandi degi ársins. VALENTÍNUSARDAGURINN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég bý hér í bandaríkjunum þar sem fólk missir vatnið yfir þessum heimska degi sem gengur hreinlega ekki útá neitt. En það sem mér fannst alveg frábært var að íslendingar eru farnir að halda uppá þetta líka. Hey, ég er með hugmynd, FÖRUM AÐ HALDA UPP Á 4 FOKKING JÚLÍ LÍKA!!! Bandaríska lágmenningin hefur einhvernveginn sokkið svo langt inn í okkur að við munum stundum ekki hver við erum, það var verið að halda upp á Thanskgiving í Perlunni sá ég! Þetta er eins og kaninn færi að halda upp á þorrann!!!
Sko ég er einn af þessum dúddum sem þarf að lifa við það að eiga ekki “deit” á ástarríkum frostdegi í febrúar. Og ég er alveg viss um að fleiri þurfa að eiga við það líka. Sko okkur er sagt að ef við eigum ekki deit þá eigum við að halda upp á hann með hinu fólinu sem maður elskar…en ég held að Victoria´s Secret nærföt er kannski ekki alveg viðeigandi gjöf fyrir manneskjuna sem skipti á manni bleijuna!
Ef fólk elskar hvort annað hvað á einhver dagur í miðjum ísköldum febrúar eftir að gera það eitthvað mikilvægari en einhver annar, ég get nú alveg skilið svona jólin og svona, vegna þess að um jólin á ENGINN AÐ VERA EINN! Fólk sem trúir á jól og svona heldur upp á það, aðrir ekki. Valentínusarfokkið er dagur þar sem fólk sem trúir á ást en fær hana ekki þarf að sitja í súpunni. Og ég finn fyrir þeim.
Að lokum segi ég bara elskurnar mínir. Endilega finnið eitthvað annað að gera við peninginn ykkar en að eyða því í 150.000 króna hálsmenn eða 70.000 króna úr, bara af því að Hallmark segir svo.
Thank you very nice…
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”