Það vona ég allavega innilega, því það að draga manneskju á “asnaeyrunum” er það versta sem ég veit um að nokkur manneskja geti gert við einhvern sem hún á svo að kalla kærasta/kærustu.
Þannig er málið allavega að ég á vinkonu, hef þekkt hana frá því ég var lítil og höfum ávallt verið ágætis vinkonur. Sjálf hef ég aldrei átt kærasta en hún er búin að eiga nokkuð marga og allt hafa það verið fjarlægðarsambönd.
Ég hef svo sem ekkert á móti því að stelpan eigi kærasta, en það sem hún gerir við þá er alveg hreinasta eigingirni! Fyrir ári síðan kynntist hún strák, endaði í sleik við hann og allt gekk í lyndi, ég bara ánægð fyrir þau og ég kynntist líka stráknum alveg ágætlega. Í mánuð gat hún ekki hætt að tala um hann, þetta var voða sætt eitthvað hjá þeim… En svo fékk hún leið af honum, sem virðist einkenna hana svolítið. Hún byrjaði að tala illa um hann og þoldi hann ekki og í sannleika sagt hataði hún hann. En hætti hún með honum ?
Nei!
Í staðinn var hún að reyna við fleiri, fleiri stráka. Stundum gerðist það bara ómeðvitað, en þetta gerðist samt og mér fannst hún vera koma svolítið illa fram við strákinn. En hvað um það, svo kynntist hún þessum fína dreng sem býr líka í bænum og byrjaði með honum.. Á meðan hún var enn á föstu með hinum. Svo á einum góðum vetradegi var hún á labbinu með þessum nýja, slefandi uppí hann og allt mjög gaman. Þá rekst hún auðvitað á hinn kærastann sem hún var ekki alveg hætt með. Það fyrsta sem hún gerir er að hún byrjar að grenja og vinir hennar hella sig yfir þann fyrrverandi, sem er líka byrjaður að grenja! Svo þegar búið er að skamma hann fer hún til kærastans og kyssir hann hressilega, bara til að sýna honum að hún eigi kærasta.. ekki hann!
Þetta par er búið að vera saman í 7 mánuði, þetta gekk ágætlega fyrst og það voru allir vissir að þetta myndi nú ekki enda svona… En núna, þegar þessi strákur er yfir sig ástfanginn af henni þá er hún að reyna við alla hægri, vinstri og talandi illa um hann. Henni dettur ekki einu sinni í hug að segja honum upp, hún á hann bara sem kærasta.. bara til að eiga kærasta, svo kemur sú stund að hún mun finna sér nýjan og allt þetta drama mun endurtaka sig.
Er það bara ég eða er þetta illa gert ?
Í fjarlægðar samböndum eða bara samböndum almennt er allavega lágmark að báðir aðilar séu hrifnir af hvorum öðrum og svo verða þau bara að treysta á hvort annað og reyna að hittast eins oft og þau geta.
Þetta er hjá honum, en þetta er ekki til í henni…
Hverjum tilgangi gegnir