Veit það hefur komið svipaður þráður hérna áður enda er þetta mjög stórt og umdeilt mál.
Besti vinur minn í æsku var stelpa. En það var líka þegar ég var lítill. Gilda aðrar reglur um vinskap stelpna og stráka þegar þau eru krakkar og þegar þau hafa orðið unglingar(+16).
Enn þann dag í dag hef ég aldrei hugsað um þessa vinkonu mína á neinn annan hátt heldur en vin og lít ég meira á hana sem systur ef eitthvað er. Ef ég hefði byrjað að kynnast henni þegar ég var langt kominn á unglingsaldrinum þá held ég að hlutirnir hefðu þróast öðruvísi. Þá hefðu aðrir hugsanir truflað mig sem voru ekki til staðar þegar ég var krakki. Það eru þessar hugsanir sem valda því eiginlega alltaf að stelpur og strákar geta ekki verið BARA vinir.
ÞAð eru að sjálfsögðu til einstaka tilfelli þar sem stelpa og strákur eru vinir án nokkurs áhuga á einhverju öðru. Þetta held ég sé ekki algengt því oftast er annar aðilinn með einhvern áhuga. Að vísu tel ég með aldrinum þegar fólk er byrjað að festa sig og svona þá breytist þetta og samskipti milli kynjanna snúast þá ekki lengur eingöngu um kynlíf. En á unglingsaldrinum er hormónaflæðið á fullu og unglingar hugsa og tengja næstum allt við kynlíf.
Þegar mar langar að kynnast stelpu þá er það oftast útaf því að mar heillast af útliti hennar. Þetta gildir líka í hina áttina. Hvernig verða þá strákar og stelpur vinir án þess að hafa áhuga á hvort öðru??? Annar aðilinn hlýtur að hafa tekið á skarið vegna þess að áhugi var til staðar annars hefðu þau bara litið framhjá hvort öðru.
Hinsvegar getur vel verið einsog t.d. í menntaskóla þá kynnist mar stelpum bara úr bekknum og svona og getur spjallað við þær og fleira en það er alltaf eitthvað meira sem liggur á bakvið þó það komi ekkert sterkt fram.
Vinátta innan kynjanna er einfaldlega alvöru vinátta því áhuginn á kynlífi er ekki að trufla og fleiri þættir í þá áttina.
Ég ætla nú að setja upp þetta dæmi af sjálfum mér. Og ég vonast eftir að einhver skilji þetta og gæti kannski gefið einhver ráð……
Ég hef þekkt stelpu í einhver ár. Við höfum verið vinir, ekki samt rosalegir trúnaðarvinir, en góðir vinir engu að síður. Við erum með sama húmor og ein af fáum stelpum sem ég get talað við á eðlilegum nótum.
í vetur gerðist eitthvað á milli okkar, játa ég hef alltaf haft kynferðislegan áhuga á henni sem var að vísu aldrei yfirdrifandi en hann jókst gífurlega eftir að hún sýndi mér áhuga.
Ég var tregur til að sýna áhuga á móti því mig langaði ekkert í samband en ákvað að slá til. En hún fékk sína bakþanka enda ekki langur tími síðan hún hætti í nokkurra ára sambandi.
Hvað á að gera í minni afstöðu? Það er ekki hægt að verða vinir aftur enda vill ég það ekki og ég veit að hún hefur meiri áhuga á mér en bara sem vin.
Ég er að vonast eftir að stelpur geti frætt mig smá hvað það þýðir að þið vitið ekki hvað þið viljið? Er það virkilega svona ruglandi að koma úr svona löngu sambandi? og þegar þið talið um að þið séuð hrædd að ganga skrefið lengra útaf hættu við að vináttan líði undir lok, eruði þá að segja satt? Finnst skrýtið ef þið áttið ykkur ekki á því að það er engin vinátta þegar svona tilfinningar eru í spilinu.
Ég vonast innilega eftir einhverjum sem hefur reynt það sama og getur ráðleggt mér og vonandi fleirum annars vona ég að pistillinn hafi skilað sínu.
Þetta eru allt hugmyndir frá sjálfum mér sem ég kasta hérna fram. Þetta eru engar reglur og ég tek vel á móti öllum friðsamlegum mótmælum. Það eru allaf einhverjir sem eru mjög ósammála og öfugt.. endilega komið með skoðani