Sælir kæru hugarar og takk fyrir kveðjurnar sem þið sendu mér/okkur. :) Kann sko að meta það.
Það er komin vika og 2 dagar síðan hann fór í aðgerðina. Honum líður bara vel. Hann er farinn geta staðið upp án þess að það líður yfir hann. Borðað aðeins og drukkið en er samt ennþá með æðalegginn. Losnar ekki við hann fyrr en hann útskrifast sennilega. Svo er hann með ljótt ör sem hverfur sennilega aldrei nema með lýtaraðgerð. En hann er samt fallegi strákurinn minn. :)
En hann hringdi í mig áðan og sagðist þurfa fara í aðra aðgerð því að fyrri aðgerðin gekk ekki vel.. Náðu ekki að klemma æðina vel.. :(
Vildi svona láta vita hvernig gengur. :)
Kveðja manneskjan - Sem elskar fallega strákinn sinn alveg rosalega :)