Ástin mín fékk heilablóðfall fyrir viku síðan. Ég er búin að vera mikið hjá honum síðan eftir aðgerðina sem hann fór í. Það var tekinn gúlpur sem var við því að fara að springa. Og það blæddi inná mænuna. En þeir náðu að bjarga því. Á tímabili var hann á milli lífs og dauða á skurðborðinu. Læknarnir sögðu mér það að þetta gæti hafa verið síðustu stundir mínar með ástinni minni. En þeir náðu að bjarga honum. Ég hefði ekki afborið það að missa þann sem ég elska mest.
Ég elska hann svo mikið að ég get ekki lýst því! Hann er ljósið í lífi mínu. Fallegi strákurinn minn.. Hann er það sem heldur mig uppi í lífinu í dag. Annars væri ég á hæli eða eitthvað.
Kvöldið áður en þetta kom fyrir, var alveg yndislegt. Við fórum út að borða, í bíó og svo tók við æðisleg nótt sem ég gleymi seint. Svo vaknar hann með þennan dúndrandi hausverk og fer versnandi. Þegar líður að hádegi tapar hann bæði 50% heyrn og sjón. Þá fannst mér það ráðlegt að fara með hann á slysó og láta tjekka á þessu. Og Um kvöldið var hann lagstur undir hnífinn.
Hann fær mikið oft að vita það frá mér hvað ég elska hann mikið. Og hann þarf á því að halda á meðan hann liggur þarna. Aleinn oft og kvíðinn við því að vera einn.