Ég var 15 þegar ég sá hann fyrst, Guð hvað hann var sætur! Hann var jafn gamall mér!
Þetta var svona skot við fyrstu sýn!
Við vorum að vinna saman, fyrir jólin. Reyndar vorum við að vinna með mörgum öðrum krökkum, og meðal annars annari stelpu sem ég veit að var eitthvað að spá í honum líka! En ég náði mér í hann! :)
Við spjölluðum mikið saman í vinnunni, og í pásum og matarhléum fóru flestir krakkarnir út í strætóskýli að reykja. Ég held að ég hafi farið einu sinni með þeim, og auðvitað var einhver hópþrýstingur um að láta mig prufa, samt svona meira í djóki, en ég veit það að hann hefði aldrei tekið það í mál!
Á endandum bað hann mig um númerið mitt, rétt áður en að síðasta vaktin okkar var og við komin í jólafrí og við skiptumst á númerum.
Og ég beið og beið, og ekki hringir hann, þannig að á milli jóla og nýárs ákveð ég bara að hringja í hann, hringi heim til hans (enn sá tími sem að GSM sími er ekki ALLT) og mamma hans svarar og ég spyr eftir honum og fæ að tala við hann. Hann sagði mér að mamma sín hefði tekið símann af honum, með númerunum mínum í og var mjög glaður yfir að ég hefði hringt. Við ákveðum svo að fara í bíó og það gerum við. Og upp frá því vorum við saman, hann var svo æðislegur! Við vorum samt algjörlega svart og hvítt, ég, hálfgerður engill, og hann, strákur sem hafði verið í hálfgerðu rugli! Samt pössuðum við fullkomlega saman! Við bjuggum í sitt hvorum bæjarhlutanum á höfuðborgarsvæðinu og þurftum einhverja tvo eða þrjá strætisvagna til að komast til hvors annars. En samt hittumst við nánast upp á hvern dag. Áttum líka góða að sem voru duglegir að skutla okkur.
Bæði vorum við að byrja í fyrsta skipti í sambandi og fyrsta skiptið sem að við sváfum saman, Guð hvað þetta var fullkomlega ófullkomið, tvær manneskjur sem aldrei höfðu gert neitt hvorugt, að reyna að finna eitthvað út! Vont, gott, fullt af tilfinningum, svo góðum tilfinningum!
Við vorum saman í rúmt hálft ár, sem að mínu mati er góður tími fyrir par í tíunda bekk!
Mér þykir svo vænt um þennan strák og held ég bara af öllum strákum sem ég hef kynnst þá þykir mér vænst um þennan. Við héldum sambandi lengi vel þó að það hafi dalað smám saman niður.
Þó maður sé búinn að gleyma mörgu frá þessum tíma, finnst mér samt alltaf jafn gaman að rifja þetta upp! :)
Ég myndi aldrei vilja breyta minni fyrstu reynslu fyrir neitt í heiminum! :)
Ég er bara eins og ég er af því að ég er ég! :)