lesið greinina áður en þið komið með comment.
fyrir framm þökk beninie
Fyrir um 2 árum þá kynntist ég strák/manni á netinu, og þið vitið alveg hvernig flest svona net samskipta dæmi virka (irc. Betra.net msn o.fl.) maður spyr um aldur stað og kyn, en við gerðum það ekki, við byrjuðum bara að spjalla um alt og ekkert, við héldum áfram og byrjuðum að hafa samband á msn.
Við töluðum saman og brátt fannst mér ég vera búin að þekkja þennan strák mjög lengi þótt að þetta höfðu bara verið 2 vikur. Í 3 vikur þá töluðum við saman á msn, enginn sími eða neitt þannig, enda hélt ég líka í langan tíma að hann væri jafngamall mér og hafði því engan áhuga á því að hafa neitt frekari samband. Ég er þessi týpa stelpna sem er fyrir örlítið eldri gaura jafnaldrar mínir minna mig á þegar ég var yngri og ég var að rífast við strákana hvor okkar væri sterkari o.f.s. hann var búinn að fá svona milljón myndir af mér en ég áttaði mig á því að ég var ekki búin að fá neina mynd af honum, ég spurði hann um mynd og þegar ég sá hana sagði ég einfaldlega: þú ert ekki jafngamall, mér hvað ertu gamall? Því miður byrjaði hann þarna að ljúga og sagði við mig að hann væri 4 árum eldri en ég ( ég vil ekki nefna neinn aldur) og bamm ég varð skotin við héldum áfram sambandi og þegar við vorum búin að tala saman í 4 vikur á msn ákváðum við að skiptast á símanúmerum og hittast. Það var yndislegt að hitta hann við fórum í göngutúr og ekkert varð vandræðanlegt, bara töluðum hann sagði mér frá sér og ég sagði honum frá mér. Viku seinna spurði hann mig einfaldlega hvort ég vildi vera kærasta hans, ég (auðvitað ung og óreynd, minn fyrsti kærasti) sagði: já.
2 mánuðum seinna var hann byrjaður að koma einn og einn dag heim til mín og ( þrátt fyrir feimnina) kynntist fjölskyldunni minni. Allan þennan tíma var hann blíður og góður hann hjálpaði systkinum mínum með heimavinnuna og lagaði margoft heimtilistölfuna ( og ég tala nú ekki um mína tölvu). Smátt og smátt varð hann hluti af fjölskyldunni hann kom til okkar milli jóla og nýárs og spilaði við okkur. 4 mánuðum síðar þá kom hann til mín á hverjum einasta degi við höfðum gaman og þótt fólki finnst það kannski skrítið en þá fannst okkur við ekkert hittast neitt of oft vildum helst hittast oftar, við nýttum tíman vel skemmtum okkur og gerðum mikið saman.
Sambandið okkar var örðuvísi en flest ung sambönd nútímans, við einöngruðum okkur ekkert inni í herberginu mínu né hans, við vorum frammi og horfðum á fjölskyldu myndbönd, fórum út í leiki og spiluðum með systkinum mínum og mömmu.
Þá kemur núna versti hluti sambandsins og eitt er víst að ég mun aldrei vilja upplifa þetta aftur. Ég er óheppin, sama hvað ég geri þá fer alltaf eitthvað eitt úrskeiðis, ég baka köku og set óvart heilhveiti staði fyrir hveiti og kakan er ónýt, ég er að gera flotta hárgreiðslu er að setja síðasta vírblómið í og það festist og næstum eyðileggur hárgreiðsluna, ég hef þurft að lifa við þessa óheppni það lengi að yfirleitt næ ég að laga hlutina ( fyrir utan kökur ég gafst upp á því fyrir löngu).
Það var helgi og við vorum nýbúin að halda uppá 8. mánaða afmælið okkar, okkur leið vel saman en þá fékk hann þessa símhringingu sem breytti öllu, hann varð alvarlegur og sagðist þurfa að stökkva út í sjoppu og kaupa inneign, 30 mínútum síðar kom hann inn í herbergið mitt og sagðist þurfa að tala saman, ég eins og eitt spurningarmerki elti hann bara út og við fórum á aðeins fámennan stað. Hann átti erfitt með að segja mér það sem að hann ætlaði að segja, steig stöðugt til baka og horfði ekki í augun á mér, sagði stöðugt að enginn mundi trúa honum og að þetta mundi enda illa ég sagði hinsvegar stöðugt að allt yrði í lagi því að ef það er eitthvað sem að ég hef lært að honum það er að lýta á björtu hliðarnar, hann stendur og heldur í hendurnar á mér, ég sé það svo, hann var ekkert 4 árum eldri en ég auðvitað ekki, þetta samband var fullkomið ég get ekki átt neitt fullkomið auðvitað verður alltaf eitthvað að fara úrskeiðis. Hann sagði mér loks satt hann var 13 árum eldri en ég, sýndi mér vegabréf þannig að ég gæti séð að það var satt, ég panikaði, heimurinn hrundi allt mitt dásamlega líf horfið, öll skiptin sem að við lágum og horfðum á þætti þá var það ekki satt, þetta var bara ein lygi.
Við urðum að hætta saman þótt að ég vildi það ekki og hann vildi það ekki heldur en mamma varð vonsvikin og bað hann um að koma ekki aftur, pabbi varð brjálaður og sagði við mig (ég held að hann var að reyna að hughreysta mig en hræddi mig í raun) að ef að þessi maður reyndi einhvern tíman að hafa samband við mig aftur myndi hann sjá til þess að þessi maður myndi ekki geta það í annað sinn, frændur mínir ætluðu að berja hann í spað, og það tók mig klukkutíma eða meir að tala þá af því.
Ég sá enga ástæðu til að lifa ekki neitt, margoft hugsaði ég um það að hafa aftur samband við hann, en ég vissi að það mætti ég ekki, ég spurði mig spurninga bjó til miða og dró og allt saman benti til þess að ég ætti að hringja í hann, ég fór á netið og sendi honum sms þaðan, hann svaraði og spurði mig hvort að hann mætti hringja.
Eftir það lagaðist nær allt saman við ákváðum að halda sambandi okkar leyndu og við gerum það og það er svo sannarlega að takast þó að við höfum átt okkar erfiðu kafla við erum núna búin að vera saman í tæp 2 ár og við getum ekki verið meira ástfangin. Jú þetta er erfitt á tímabili en framtíðin er björt við erum að fara að flytja brátt inn saman og þá munum við segja öllum að við elskum hvort annað og ekkert getur breytt því.
Ástæðan fyrir því að ég er enn með honum er sú að hann er góður, rómantíkur, hann steig yfir óttann fyrir mig, hann fullkomnar mig, hann er til í að hlusta á allt bullið sem að kemur út úr mér, hann er minn besti vinur og veit mín mestu leyndarmál og já eitt í viðbót ég elska hann og gæti ekki elskað hann meira.
Kannast þú við tilfinninguna þegar hann heldur utan um þig þegar þú ert þreytt, býðst til að slökkva á dvd tækinu þegar hann tekur eftir því að þú geispar, heimtar að vefja mann í lirfu svo að manni geit ekki orðið kalt og þegar hann róar mann niður ef að maður týnir flotta hringnum sínum? Ég kannast við þetta og ég er ekki á leiðinni að far að skilja við þetta því að þetta og margt meira er það sem að gerir góð sambönd svo yndisleg.
Talandi um rómantík, fyrir mér er rósir, róleg tónlist og ilmkerti ekki rómantík, fyrir mér er kapp upp stórann sandhól, snjókast rómantík því að þá er maður að gera eitthvað sem að maður líkar við með þeim sem að maður elskar.
sambönd snúast um traust og ef þetta trasut er brotið er hægt að byggja það upp aftur ef einstaklingar ná því ekki var þeim ekki ætlað að vera saman
ég trúi á það að það sé ein manneskja sem að mér finnst fullkomin og að þessari manneskju finnst ég fullkomin á móti saman verða þessar manneskjur eitt og ef að þeim var ætlað að vera saman passa þau eins og tveggja búta púsluspil. Þessi maður er púsluspilið mitt.