Þetta er reyndar langt frá því að vera rómantísk grein. Málið er að ég hef tekið eftir einum mjög skrítnum hlut í hegðun minni. Ég hef rætt þetta við nokkra félagana mína því að ég er sjaldan það sem kallast feiminn. Það er ekkert of heilagt að ekki sé hægt að ræða það.
Í öllum þeim samböndum sem ég hef verið í hem ég tekið eftir ákveðinni, mjög einkennilegri, hegðun. Ef ég er í sambandi með stelpu þá er ég oftast mikklu meira að fylgjast með öðrum stelpum. Ég meina það bara þannig að ef ég sé sæta stelpu og flottum fötum er ég mun líklegri þegar ég er í sambandi að horfa á eftir henni. Ég var hræddur um að eitthvað væri að mér sérstaklega útaf því að ég er núna í æðislegasta sambandi í heimi. Ég byrjaði að tala við nokkra vini og þeir voru allir sammála þessu. Kanski er þetta bara útaf því að þegar maður er í sambandi þá er maður meira kynferðislega aktívur.
Hafið þið einhverja reynslu með þetta? Það væri gott að heyra ef kvennfólkið er líka svona.