Hver kafli fjallar um eitthvað visst og eru lesendabréfunum þannig flokkað : he's just not that into you if… t.d. he's not marrying you, breaking up with you, not asking you out on a date.
í þessari bók er lagt mikið uppúr því að konan á ekki að reyna við manninn. Konan á að bíða eftir því að karlinn bjóði henni út.
Er það ekki soldið einhæft?
Konan á bara alls ekki að reyna við manninn því það sem honum finnst skemmtilegast er “eltingaleikurinn við bráðina sína”. Maðurinn hafi ekkert gaman af því að láta bjóða sér út.
Kannski er ég bara svona ung og nýtískuleg en ég meina hvað á þetta að þýða?
Ég hef verið með strák síðan í janúar og það er búið að vera alveg ótrúlega gaman, við byrjuðum saman vegna þess að ég bauð honum út (eða svona bauð honum að bjóða mér út).
Svo stendur líka á svörtu og hvítu að ef hann hringir ekki í þig hafi hann ekki áhuga. Strákurinn minn var að byrja í háskóla og er þreyttur og upptekinn, ég fyrirgef honum alveg að hringja ekki í mig við hvert tækifæri eins og rithöfundarnir eru að búaxt við af áhugasömum karlmönnum.
Það sem mér fannst um þess bók var að hún var gríðarlega niðurdrepandi.
Hún fjallar ekki um hvernig maðurinn á að fara með þig beinlínis (því er komið svo lúmskt fyrir) heldur fjallar hún um hvernig karlmenn ættu ekki að haga sér.
Hvaða karl les þessa bók? Eða er hún bara skrifuð á þann hátt að konan á að geta fattað hvaða karl hefur ekki áhuga svo hún geti sleppt því að eyða tíma sínum í hann? Ég bara skildi þetta ekki alveg.
Sem sagt maður sem hún hefur áhuga á og vill vera með er tímasóun vegna þess að hann er ekki að gera alla vinnuna, tímasóun vegna þess að hann hringir ekki á hverjum degi eða trúir ekki á hjónaband.
Kannski á þetta ekki alveg við þess nýtískulegu menningu sem ég bý við hérna megin við hafið. Já, það er líklega lausnin.
Have a nice day