Það erfiðasta sem ég veit um er að kynnast nýju fólki, og þá alveg sérstaklega karlkyninu…. ef ég er á lausu. Þegar ég er í sambandi þá pæli ég ekkert í því, þá er ég ekkert að hugsa um neitt framhald, og finnst mér ekkert þurfa að hafa mig til eða reyna að falla í geð hjá fólki! Ég er bara ég. Þegar ég er á lausu þá er allt stressið um.. ,,er hann hrifin af mér, finns honum ég sæt, er hárið á mér í lagi” og maður gefur sér sjaldnast tíma í að virkilega kynnast manneskjunni, og svo ,,búmm” einhvað skeður og maður er kannski komin í samband sem annar eða hvorugur aðilinn virkilega vill .. eða maður er sár eftir atburðinn. Kannast vel við það flest mín sambönd hafa verið í þessum dúr! Áhugaleysi frá hinum aðilanum. Og alltaf endaði ég sár eftir að hafa komast að því að drengurinn hafði ekki beint áhuga á mér. Svo í vor endaði 9 mánaða samband sem ég var í.. vegna þess að honum fannst ég krefjast svo mikils af honum… eins og t.d .. að hitta hann… þannig eftir það setti ég sjálfri mér reglur fyrir svona kynni! Og svona eru þær

1. kynnast manneskjunni mjög vel.
2. (ef maður var að kynnast) að vera búin að þekkja hann í lágmark 4 vikur áður en einhverju er leift að gerast.
3. í sambandið komið.. sofa ekki hjá fyrr en eftir 2 vikur
4. segja honum frá reglunum


afhverju nr 4? Jú þá veit hann að þú hefur þér reglur og markmið. Og ef hann ber virðingu fyrir þér ( sem maður vill) þá ber hann virðingu fyrir þessum reglum og fer eftir þeim með þér. Og ef hann virkilega vill þig. Þá bíður hann.
Fyrsta skiptið sem ég hugðist nota regluna þá virtist hann ekkert sáttur við hana, hann vildi helst bara hitta mig og ,,spjalla” þegar hann var fullur og einmanna! Ég hætti hreinlega að nenna að spá í honum. Og í raun fljótlega eftir þá tók ég eftir að samskipti mín við annan strák voru ekki bara mjög aukin, heldur innileg. Hann var félagsskapur sem ég í raun þurfti á erfiðum tíma. Og hann studdi mig örlítið þó hann viti ekki mikið af því sjálfur. Ég fylgdi reglunum í samskiptum við hann. Og sagði honum frá þeim og hversvegna þær voru þegar við byrjuðum að hittast að viti. Og viti menn, hann var mjög sáttur og skildi þær. Hann fór eftir þeim með mér. Í nærri 3 vikur hittumst við nær daglega þá sérstaklega 3 vikuna hittumst við hvern dag og spjölluðum heilmikið. Okkur kom vel saman, og vorum við sjálf því hvorugt okkar var að hugsa um samband eða að reyna að koma vel fyrir. Það muni hvort eð er ekkert gerast neitt í bráð. Hann var farinn að sína mér ótrúlegan áhuga og þegar þessi tími var liðinn þá tók hann sig til og játaði tilfinningar til mín. Við erum saman í dag og erum mjög hamingjusöm. Ég sé í fyrsta skipti núna hvernig samband á í raun og veru að vera. Biðin var þess svo sannarlega virði, ég sé ekki eftir þessu. Því ég kynntist honum mikið betur þarna í byrjun heldur en ég hefði gert hefði einhvað gerst strax.

Pointið með þessari frásögn?
Well afhverju ekki að taka sér tíma til að kynnast og sjá hvort að það sé möguleiki á meiru, í stað þess að byrja einhvað og athuga/vona að það virki!

Ég þakka þeim sem lásu þetta
Og verði ykkur að góðu ef þetta kom einhvað að notum!
dwagons shalt rule the woðld