Allar þær sögur sem ég hef séð hér eru góðar og gildar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þær voru mjög rómantískar fyrir þá sem það upplifðu saman, en ég er þess sannfærður að ef lesendur vilja sjálfir upplifa sanna rómantík þá er rétta leiðin ekki sú að fylgja fordæmi annarra, heldur eigin hjarta. Hin eiginlega rómantík verður ekki fyrirfram skipulögð heldur verður til í algleymi augnabliksins. Höfum í huga að rómantík snýst um að deila tilfinningum ekki að uppfylla samfélagslega hegðunarstaðla.
Í raunverulegri merkingu orðsins kemur rómantík ástarsamböndum ekkert við, en ég skal reyna að halda mig við þá rómantík sem við erum að tala um hér í dag, og er þessi Ástarrómantík. Rómantík er augnablik þar sem tvö hjörtu (sálir, hugar) mætast og tíminn virðist standa í stað. Elskendurnir gleyma sér algjörlega og upplifa fullkomið augnablik þar sem aðeins þau (þeir/þær) eru til og ekkert annað kemst að. Þetta er augnablik sem verður ekki lýst, verður ekki deilt með öðrum, og verður aldrei frá elskendunum tekið. Til að skapa sanna rómantík þarf engin hjálpartæki, en það er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæm virðing, traust, og vilji til að elska og vera elskaður.
Kveðja,
Vargu
(\_/)