Það hefur verið greinar hérna, svona af og til í sambandi við framhjáhöld.

Þetta er eitt það ógeðslegasta og leiðinlegasti hlutur sem ég veit um, ásamt auðvitað nauðgunum, sifjaspelli, og margt margt fleira.

En mér finnst þetta alltaf vera meira og meira í umferð, ekki veit ég hvort það sé út af fólk talar meira um þetta eða einfaldlega að þetta er að aukast.

Nú ég og nokkrar vinkonur mínar vorum á spjallinu um daginn, og höfuð við alllar lent í framhjáhaldi og reyndar 1 þeirra haldið fram hjá sjálf. En eftir þátt í sjónvarpinu sem kom svolítið inn á þetta… voru kvennleikararnir að tala um að google, eða gúggla karlanna til að sjá hvernig er talað um hann, sem dæmi…

Nú eftir það fórum við að velta fyrir okkur, hvort ekki væri sniðugt að til væri íslensk heimasíða, þar sem fólk getur farið þarna inn á til að athuga “tilvonandi” maka sinn og þá auðvitað strákar og stelpur!

Bæði kynin eru nú í þessu, því miður ….

En þá væri hægt að logga sig inn á síðuna, þá með fullu nafni og kennitölu, sem yrði athuguð áður en grein yrði sýnd, og höfundur greinarinnar má skrifa undir nicki. Með þessu er hægt að “vara” við fólki sem hefur gert svona lagað…

Kannski finnst sumum þetta ver gróf aðferð, eða upplýsingar um sitt einkamál, en er það ekki í raun líka einkamál þess sem lendir í framhjáhaldi, og hann hafi þá þann kost að vara aðra við???

Nú eins og ég sagði var þetta kaffi-spjall vinkvenna minna, og fannst þetta fín hugmynd, hvað finnst þér???

Þá er hugmyndin þessi:

-Fólk getur loggað sig inn á síðuna, með því að skrifa fullt nafn og kennitölu, sem verður athuguð hvort stemmir

-höfundur getur fengið þann kost að skrifa grein undir nicki

-Ekki má setja fulla kennitölu einstaklingsinn á heimasíðuna, en fullt nafn og mán og módel.

-Ef nafnið þitt t.d. kemur upp og þá sem lygasaga, þá er hægt að athuga málið, með því að skoða hver skrifaði greinina, verður hún tekin niður er svo sannast og kennitala höfundar sett á bannlista til frambúðar!

-Ekki er nóg að setja nafn og mán/módel heldur líka smá hvernig þetta gerðist (ekki t.d. hitti kvk/kk á djamminu og gekk vel en hún/hann fór svo með öðrum/annarri) ef þið vitið hvað ég er að tala um.

-Allir geta haft aðgang að síðunni og skoðað hana af vild, en engin comment eða greinar án þess að vera skráður notandi.

En já hvað finnst þér?

Mér persónulega finnst þetta sniðug hugmynd, þar sem ég einhvernmegin lendi oft á svona einstaklingum…
Á maður að vera góður og vara fólk við svona fólki?

koma svo fólk!!! :)

Annars bið ég bara að heilsa öllum, og njótið restina af sumrinu… og Já gott fólk, reynið að halda kynfærum ykkar innan fatanna ef svo vill til að þið eruð í sambandi þetta er svo LJÓTT!