Þrír stafir og ástarmók..
Jæja, maður skellir sér í ljúfa gírinn með Portishead og lætur hugann reika..rómantík..ást.
Íslensk rómantík er á mjög hættulegu stigi núna, allt of mikið af grunnhyggnu fólki sem hugsar alltof mikið um sig sjálft og að fá sér að ríða…… Það er frekar erfitt að skikka fólk til þess að elska og vera ekki á endalausu bólahoppi svo að við verðum bara að reyna að lifa með því.
Ég hef stundum setið, horft upp í himininn og velt þessum hugtökum sem allir hafa einhvertíman hugsað útí, ást……
Ég hef ekki enn fundið neina leið til þess að lýsa þessu fyrirbæri með orðum…En það má líkja þessu við fyrstu flugeldasýninguna sem varir að eilífu, þegar þú vaknar eftir yndislegan draum eða uppáhalds lagið þitt sem ómar endalaust í kollinum á þér. Þannig mundi ég lýsa þessu fyrirbæri..er ekki viss um að ég mundi svara rétt samt ef að spurningin kæmi á krossaprófi..
Þessi ást sem ég er að tala um núna er ekki þessi ást sem allir eru alltaf að tala um, engin venjuleg væntumþykja, skyldmenni, gæludýr, vinir eða hlutir..ég er að tala um einu ástina. Ég trúi því að okkur sé ætluð þau hryllilegu örlög að þurfa að finna einu ástina, hvar sem hún ku leynast..og fyrr getum við ekki lifað þessu ævintýri okkar til fulls..ég trúi því líka að okkur sé öllum ætlað að finna þessa ást einhvertíman.
Ég held að flesta allir sem eru ekki búnir að finna..séu að leita, hvort sem þið gerið ykkur grein fyrir því eða ekki. Það getur verið augnaráð, orð, samtal..þögn, sem kveikir þennann neista sem allir þekkja og elska. Vitanlega finnum við ekki alltaf sönnu ástina strax, það er fásinna að búast við því..en maður lærir og lifir og vonin um að finna einhvern er alveg meira en nóg til að halda endalaust áfram.
Ég gæti haldið endalaust áfram með þetta í þessu væmna ástarmóki, en þá verður þetta bara langt, leiðinlegt og enginn nennir að lesa þetta :-)
Life is a fairytale ;-)