Ég er það hugtak sem kallast “Nice guy” ég er einhver sem er alltaf góður við kvenfólk. Þegar ég hitti stelpu þá er ég ávallt góður, reyni mitt besta til að láta þeim líða vel. Hæli þeim fyrir gott útlit eða smekk á hinu og þessu. Ég gef stelpu blóm án ástæðu bara útaf því að hún sé til er mér næg ástæða. Ég læt mér ekki standa á sama hvað er að gerast hjá þeim, ef þeim líður illa þá vill ég vera þeim stoð, veita öxl til að gráta á (sem virðist oft ekki auðvelt að fá) hlusta á þær og veita ráð, skilning og huggun. Ég reyni mitt besta til að vera góður við þær og ég læt mér þykja vænt um þær, en svo virðist ég ekki þess verður að fá neitt tilbaka. Ég fæ enga væntumþyggju tilbaka frá þeim.
Ég á vinkonu sem ég er ávallt góður og heiðvirður við en ef ég gef það til kynna að mér þykir sérstaklega væntum hana þá endar það alltaf að hún trúir mér alls ekki. Ég reyni að gefa það tilkynna að ég er skotinn í henni og vildi reyna á að gera hana og mig að okkur en það virðist ekki vera að gerast.
Getur einhver þarna úti sagt mér afhverju þeir sem eru í alvörunni góðir við stelpur og líkar það vel enda alltaf einir og svo þeir sem horfa á kvenfólk sem hluti til að gamna sér með fá alltaf einhverja? Getur einhver sagt mér það?
Kveðja
Twistur the Nice guy
:.Twistur.: