það er margt sem tengir ykkur saman, heil 10 ár, stór hluti æsku/unglingsáranna, fyrsta barn og eflaust heill hellingur í viðbót.
ég lenti í því að barnsfaðir minn (þáverandi maki til 4 ára) var komin í samband við aðra stelpu. ég fann sms frá henni í símanum hans, meirasegja klúr. hann þrætti fyrir allt reyndi að ljúga því að mér að þetta væri strákur, (hún hét karlmannsnafni í símaskránni hans), sagði að þetta væri bara vináttusamband og ekkert meir. við hættum saman nokkrum mánuðum seinna, ég fann það alltaf á mér að það vantaði eitthvað upp á þessar útskýringar hjá honum, en sama hvað ég spurði hann oft, og ég virkilega nuddaði andlitinu á honum upp úr þessu, þá þrætti hann.
núna ári síðar, komu upp umræða um þetta tiltekna mál sem varð til þess að ég gerði enn aðra tilraun í að spurja hann hvað hafði gert á milli þeirra. þá kom það loksins: hann svaf hjá henni! en hann þorði ekki að segja mér það fyrr en ári síðar og þegar við bæði erum komin í samband með öðru fólki. ég vissi það alltaf að það var eitthvað meira sem bjó að baki.
ég held að aðalatriðið í svona málum sé oft að hlusta á sína innri rödd, maður finnur ýmislegt á sér sem erfitt er að útskýra. og svo er auðvitað betra að vera einn heldur en í sambandi án trausts. traust er grundvöllur alls sem getur kallast ástarsamband. fyrir utan það, þá er svo miklu fleira í boði heldur en ein tiltekin manneskja sem hefur brotið á þér og sýnt þér eins mikla lítilsvirðingu og hægt er, bara ekki beint fyrir framan nefið á þér. ég er svo miklu hamingjusamari í því sambandi sem ég er í í dag að það verður ekki borið saman. svo má líka hugsa með sér að oft er það hin mesta blessun að fá ekki það sem maður vill, því oft bíður manns þá e-ð enn betra.. eiginlega eins og uppskera erfiðisins! =)
gangi þér vel, ekki sætta þig við neitt sem þér finnst að aðrir ættu ekki að sætta sig við, td. ef besti vinur þinn lenti í sömu aðstæðum, hvað myndir þú ráðleggja honum? oft getur maður orðið svo ringlaður í svona aðstæðum að hugsanirnar hlaupa í hringi og gera mann ringlaðan. býst við að það sé ástæðan fyrir því að þú skrifaðir greinina!