Sæl verið þið öllsömul :) Mig langar kærlega að þakka ykkur öllum fyrir heillaóskirnar, bæði í þessari grein og greininni hennar Ladybird.
Ég vill í raun þakka “Disarm” fyrir að hafa komið fram með þá pælingu hvort ég væri í raun ekki pínu “ófagmannlegur” útaf því að ég byrjaði með Ladybird minni þegar ég var að aðstoða hana með vandamál, því ég bæði pældi í þessu sjálfur og var í raun undrandi að þetta skyldi ekki hafa verið nefnt í greininni sem ástin mín skrifaði.
Ég komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki.
Ég tel persónulega að þessar “reglur” hafi verið settar varðandi samskipti sálfræðings og “sjúklings” til þess að vernda báða aðila frá “nánum tilfinningum í hita leiksins” ef svo má að orði komast.
Þegar einstaklingur á bágt og leitar sér aðstoðar hjá einhverjum sem getur aðstoðað hann, þá fyllist sá einstaklingur oft af þakklæti, og það þakklæti gæti auðveldlega breytt sér yfir í “óverðskuldda hrifningu” ef samskiptin eiga sér stað í tilfinningaþrungnu umhverfi, sérstaklega ef umræddur sjúklingur og sálfræðingur eru ekki af sama kyni (nema nátturulega að samkynhneigð eigi við).
Hinsvegar lítum ég og Ladybird svo á, að það eigi alls ekki við í okkar tilfelli.
Auðvitað má telja að það hafi kannski eithvað spilað inn í þetta hjá okkur báðum, en, það sem situr eftir er eithvað mikið meira og sterkara, eithvað, sem við bæði teljum vera hreina og verðskuldaða ást.
Ef fyrrnefnt dæmi ætti við okkur, þá hefði “hrifning okkar” átt að dofna töluvert, jafnvel enda, eftir að vandamálið væri nær leyst, en það hefur alls ekki gert það. Í raun má segja að það sem við erum að upplifa sé algjör andstæða.
Við verðum hrifnari og ástfangnari af hvort öðru með hverjum einasta degi :)
Ég á meira sameiginlegt með þessari stúlku heldur en nokkurri annarri sem ég hef kynnst, og má segja að ég finni vart galla á okkar samskiptum.
Þannig að ég tel okkur vera harla örugg gagnvart því “slæma ástandi” sem getur myndast útfrá “óverðskuldinni hrifningu” sem getur átt sér stað milli sála og sjúklings :)
Ég vona að þetta hafi svarað þér eithvað Disarm, og hinum sem höfðuð einnig látið ykkur detta þetta í hug :)
Kannski á Ladybird mín einnig eftir að skrifa nokkrar línur hérna .. hvernig væri það elskan? :)
Ég skal reyna að láta meira heyra frá mér. Það virðist bara vera rosalega erfitt að finna sér einhvern tíma fyrir framan tölvuskjáinn núorðið.
Og til þeirra sem tóku ekki eftir því, þá er ég því miður hættur að aðstoða fólk með vandamál í bili, þannig að ég bið ykkur vinsamlegast um að hætta að senda mér boð þangað til að ég boða endurkomu :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli