sambandsvandamál
Stundum held ég að mér sé bara ekki ætlað að vera í sambandi. Ég er núna í mínu öðru sambandi. Það gekk svona upp og niður í byrjun í sambandi við foreldra mína. Ég gerði svolítið sem hræddi foreldra mína, eða ég kom ekki heim um nóttina og gisti hjá stráki sem þau höfðu aldrei séð eða heyrt um áður.
Við byrjuðum saman án þess að foreldrar mínir vissu og ég hitti hann í leyni fyrsta mánuðinn. Mér var bannað að hitta hann og allt þetta vesen. En svo fór mamma aðeins að verða blíðari og ég fékk leyfi á því að hitta hann ef ekkert gerðist á milli okkar. Jæja, tíminn leið og ég sagði svo loks mömmu að við værum eiginlega saman. Hún tók því bara ansi vel, sagðist ekkert geta gert hvort eð er.
Nú erum við búin að vera saman í 3 mánuði og voða happy eitthvað þangað til í dag.
Ég gerði mistök, já ég viðurkenni það alveg að ég geri mistök, ég er langt frá því að vera einhver fullkomin manneskja.
Fólk getur treyst mér, það getur treyst mér alveg 100% nema þessi mistök mín sem ég gerði. Ok, ég kannski segi eitthvað smá frá, eins og felstir gera, en þá er það ekkert svakalegt. Enginn skaði skeður í því máli.
En semsagt, kærastinn minn treystir því ekki að ekkert gerist ef ég og einn besti vinur hans erum tvö ein saman.
Kærastinn minn býr ekki í bænum og ég fór um daginn heim til hans þar sem að vinur hans var líka í heimsókn. Kærastinn minn þurfti semsagt að vinna og ég og vinur hans vorum ein heima hjá honum, plús mamma hans sem var á neðri hæðinni.
Ég svaf mest allan tímann, nema í kannski einhvern klukkutíma eða svo þegar að við fórum út með myndavélina mína að taka einhver einhverf video og svona. Annars töluðum við líka aðeins saman og svo hélt ég áfram að sofa og vinur hans var í tölvunni.
Svo kom kærastinn minn heim frekar fúll og hvíslaði í eyrað á mér að ef ég myndi hitta þennan vin hans aftur ein að þá myndi hann hætta með mér.
Ég fór í þessa “gervifýlu” bara svona til þess að sýna honum að hann ætti ekkert að banna mér að hitta eitthvað fólk. Ég er hvort eð er ekkert á leiðinni að hitta þennan vin hans einan þannig að hann þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur, ég og vinur hans höfum heldur engan áhuga á hvort öðru nema bara sem vinir.
Vinur hans fer svo aðeins fram, og kærastinn minn segir mér svo að hann treysti mér en ekki vini sínum.
Byggjast sambönd og vinátta ekki á trausti? Ég hélt það.
Allavegana. Daginn eftir fer ég heim og vinur hans kemur til mín á msn og spyr hvað hann hefði sagt kvöldið áður.
Ég segi honum það sem hann sagði og að hann treysti honum ekki til þess að vera einum með mér.
Hann vissi það svo sem fyrir. Það sést alveg á kærastanum mínum að honum er illa við að ég tali við aðra stráka, hann verður afbrýðissamur.
Vinur hans fer til hans og segir: takk fyrir að treysta mér ekki.
Og hefst þá þvílíkt rifrildi milli mín og kærasta míns og hans og vinar hans.
Kærastinn minn segir kannski ekki getað treyst mér né fyrirgefið mér og hann sagðist hata mig.
Ég særðist virkilega og reyndi að fá hann til þess að vilja tala við mig.
En nú er ég gjörsamlega ráðþrota hvað ég eigi að gera og spyr ykkur hvað ég geti gert…