Sælir Hugarar:) Mér langar að deila með ykkur hvernig ég kynntist frábærum og yndislegum strák sem að er í dag kærastinn minn, því það er það rómantískasta sem að ég hef heyrt:)…
Fyrir um það bil mánuði síðan kom ég úr sambandi sem að ég hafði verið í tvö ár í. Sambandið byrjaði ágætlega (með smávegis vandamálum) en varð síðan þegar leið á það versta sem að ég hef upplifað. Hann lamdi mig oft og mikið og misþyrmdi mér andlega og líkamlega.
Ég var alveg föst í sambandinu og lét þetta viðgangast í nokkurn tíma með þá von að hann myndi breytast og allt verða betra, eins og fólk blekkir oft sjálfan sig.. En auðvitað breyttist ekki neitt og mér hélt áfram að líða illa. Ég klúðraði skólaárinu og varð orðin alvarlega þunglynd og reyndi sjálfsmorð.. sem betur fer tókst það ekki þótt að það hafi orðið ansi nálægt eitt sinn.. Ég var hjá sálfræðing og hann var búinn að hóta að leggja mig inn og senda mig til einhverja geðlækna en ég kom mér frá því með því að hætta að tala við hann og gera mér upp ánægju þegar hann var nálægur. Ég var sem sagt alveg dáleitt af aðstæðunum.
Síðan sá ég hér á huga auglýsingu um gefna aðstoð á vandamálum.
Ég hikaði smá en sendi loks bréf og létti á hjarta mínu. Ég bjóst þannig séð ekki við svari heldur hafði bara einhvernvegin engu að tapa..
Daginn eftir fékk ég ítarlegt svar og greinilegan áhuga frá honum til að vilja aðstoða mig, svo ég sendi annað bréf.
Hann hélt áfram að aðstoða mig og ég fékk meira segja mun betri hjálp frá honum heldur en sálfræðingnum mínum… Enda sálfræðinemi að verki;)
Hann sannfærði mig loks um að ég væri í hættulegu sambandi og það endaði með því að ég hætti loks með kærastanum. Hann vildi endilega hjálpa mér í gegnum allt ferlið sem fylgir sambandsslitum, sérstaklega þar sem að ég hafði lent svoldið illa í því.. Ég byrjaði því að tala við hann á msn á hverjum degi og það sem að átti eingöngu að vera hjálp á mínum vandamálum þróaðist hægt og hægt hjá okkur í persónulegar spurningar og upplýsingar:) Eitt kvöldið töluðum við saman alla nóttina og alveg fram að morgni.. Við urðum bæði pínu skotin..;)
Eftir þetta allt ákváðum við loksins að segja skilið við tölvuskjáinn og hittast í persónu á kaffihúsi í fyrsta sinn eftir langan tíma á msn og huga.
Við hittumst og spjölluðum á kaffihúsi í nokkra klukkutíma fram að lokun. Við hittumst síðan loksins aftur á sautjánda júní og það kvöld kysstumst við fyrst. Eftir það þróaðist allt mjög hratt og í dag erum við ofboðslega ánægt par og njótum þess að eyða tíma saman. Hann hjálpaði mér rosalega mikið í gegnum allt þetta sálfræðilega ferli sem að fylgir þess konar sambandi eins og ég var í og í dag er ég alveg handviss um að ég hafi aldrei verið hamingjusamari. Ég hef tekið rosalega stórt stökk frá því að líða illa og vera í sjálfsmorðshugleiðingum að endalausri hamingju og lífsgleði:) Aldrei liðið eins vel og mér líður núna í dag og það er sama sagan að segja um hann:)
…Ég varð bara að deila þessu með ykkur því þetta er án efa það rómantískasta sem að ég hef lent í.
Ég bjóst aldrei við ást sérstaklega ekki við þessar aðstæður en svona getur ástin komið manni á óvart:) …Alveg yndislegt:)
ég vona að þið finnið öll svipaða hamingju eins og við gerðum:)
kveðja Ladybird