Jæja, það er dálítið erfitt að skrifa um eitthvað svona persnónulegt þó svo að ég viti að þetta sé allt nafnlaust og þessháttar. En ég ætla að reyna að láta vaða, því að ég verð að fá önnur álit á þessu og ráð, ef að einhver hefur slík til reiðu.
Ég er í sambúð með yndislegum manni, við eigum saman barn sem er reyndar ekki nema 5 mánaða, og ég á 4 ára strák úr fyrra sambandi sem hann gengur í föðurstað, en mér finnst eitthvað vera að.
Við erum bæði þreytt og tölum ekki eins mikið saman og áður, enda tekur það mikinn tíma og orku að eignast barn og annast það. Má orða það sem svo að rómansinn sé farinn úr sambandinu, og við stöndum eftir sem hvert annað par, sem vinnur sefur og nöldrar í hvort öðru. Ég elska hann innilega, og hann elskar mig, held ég.
Hann eyðir að mínu mati óeðlilega miklum tíma á spjallrásum að tala við stelpu sem býr úti í útlöndum. Ég veit ekki hvað fer þeirra á milli, það að lesa samtölin væri trúnaðarbrestur að mínu mati. Þegar ég spyr hann (laumulega) um hvað þau séu að tala þá segir hann bara hitt og þetta.
ÉG væri ekki að hafa svona miklar áhyggjur af þessu ef að þetta væri 2-3 í viku, en þetta er á hverju kvöldi, stundum í lengri tíma sem þau talast við, og ég er hálfsár. Þetta er eini tíminn sem við höfum útaf fyrir okkur og hann eyðir honum í tölvunni, að tala við stelpu.
Ég þori ekki að segja honum hvað ég er óörugg vegna þessa samtala, og að mér líði illa og að ég sé hreinlega hálf abbó, ætli ég sé ekki hræddust um að hann segji hreinlega (ókey kannski asnalegt en mér líður illa og ég ímynda mér það versta) að hann sé hrifinn af annari stelpu og fari frá mér. Ég elska hann útaf lífinu, en ég er hrædd um að hrekja hann frá mér og missa hann, er því miður háð honum andlega, hann er besti og einu vinur minn, og ég væri ónýt án hans. Svo náttúrulega á hinn veginn gæti þetta verið sárasaklaust og hann bara fattar ekki að hann sé að særa mig vegna þess að ég nefni þetta ekki við hann.
Þessi stelpa er að koma til landsins eftir 2-3 vikur, og ég veit að þeim langar að hittast, hann hefur sagt mér það, en ekkert verið nefnt hvort að ég ´fái að hitta hana líka. Ég veit heldur ekki hvort að ég eigi að treysta honum til þess að bara hitta hana einn, fyrst að hann vill ekki segja mér um hvað þau eru að tala alltaf, þá eiginlega hlýtur að vera eitthvað í gangi, því að enginn sem ég veit um talar við einhvern á irc 5-6 sinnum í viku -4-5 tíma í senn um ekki neitt … og fyrir utan það þá lokar hann alltaf glugganum þegar að ég kem nálægt.
Og já .. í hnotskurn HVAÐ Á ÉG AÐ GERA!! Ég er að verða geðveik á þessu ástandi og ég get ekki sofið lengur því að mér líður svo illa.
Afsakið hvað þetta varð langt og óskiljanlegt, tilfinningar og þreyta blandast aldrei vel saman :)
Með fyrirfram þökk, kiskis