Hver og einn verður að dæma það fyrir sig.
ÁBENDING: Ég vill taka það fram, að þetta eru eingöngu mínar skoðanir, og engar alhæfingar á hvorki karlmönnum eða kvenmönnum. Ég er viss um að, ef svo vill til að ég hafi rétt fyrir mér í punktum mínum, þá eru til undantekningar á nánast öllu sem ég mun skrifa hér.
Það er á ykkar eigin ábyrgð að fylgja ráðleggingum í skriftum mínum.
—–Karlmaðurinn—–
Við karlmennirnir erum að mínu mati dýpri þegar kemur að málum hjartans, og flestöllum aðstæðum þar sem tilfinningar spila stóran þátt, heldur en margar konur vilja trúa.
Við hinsvegar, höfum flestallir verið aldir upp þannig, að það sé ekki skynsamlegt, æskilegt, eða karlmannlegt, að sýna okkar tilfinningalega ástand í of miklum mæli, og að það sé best fyrir okkur að bæla þær tilfinningar inn í okkur sem gætu sýnt fram á einhverskonar “veikleika” í persónuleika okkar.
Útfrá þessu verða margir okkar lokaðir, og eiga erfitt með að tjá sig, bæði við fjölskyldu og vini, jafnt sem maka.
Samt má ekki túlka alla okkar hegðun sem beinan útdrátt frá uppeldi og umhverfi okkar, því margt af okkar hegðun kemur bæði frá fjölskylduerfðum og okkar karl-eðli.
—–Kvenmaðurinn—–
Kvenmaðurinn er oft mun betur í takt við tilfinningar sínar heldur en karlmaðurinn. Ástæðan er bæði líffræðileg, s.s. að þær eru opnari, oft betri í að sjá um/hugsa um marga hluti í einu, og einnig félagsleg, það er að segja að í uppeldi kvenmannsins eru áherslurnar oftast öðruvísi, og ekki eins mikið einblínt á það að þær þurfi að vera “harðar” heldur meigi þær gráta, rækta sínar tilfinningar og leita sér huggunar.
—–Greining á atferli í samskiptum kynjanna—–
Kynin eru að mörgu leyti frekar mismunandi þegar kemur að því að finna sér maka.
Einnig er einstaklingsmunur í hvað er heillandi svakalega mismunandi, en ég ætla að reyna að finna þá punkta og tilgreina, sem við flestöll eigum sameiginlegt.
———–
** Það sem flest alllir eiga sameiginlegt þegar kemur að grunnþáttum í aðdráttarafli kynjanna, er það að sá einstaklingur af hinu kyninu sem leitast er eftir, þarf að hafa útlitið með sér. Útlit skiptir okkur gífurlegu máli, og einnig FYRSTU KYNNI.
Fyrstu kynni skipta gífurlegu máli fyrir flest alla, og skiptir það því oft máli að koma vel fyrir þegar maður kynnist öðru einstaklingum af hinu kyninu ef maður er í makaleit.
Það er staðreynd, að fyrstu kynni eru mjög oft mikill og stór grunnur í persónumati okkar, og tel ég það því mjög mikilvægt að gæta þess að þau kynni, (við jafnvel okkar framtíðar maka), séu góð. Það er sannað að það getur verið mjög erfitt að breyta þeim skoðunum sem fólk myndar sér á öðrum einstaklingum við fyrstu kynni.
** Annar stór partur sem bera skal að hafa ávallt í lagi, ef mögulegt er, er gott sjálfstraust (og þetta á <sérstaklega> mikið við okkur karlmennina).
Það skiptir langflesta kvenmenn gífurlegu máli að karlmenn geisli af sjálfstrausti, og telja þær margar, að sjálfstraustið eitt geti ýtt undir hrifningu þeirra.
Sjálfstraust er þó mikilvægur þáttur að hafa í lagi fyrir okkur öll, því jafnt með konur og karla, þá virkar sjálfstraust heillandi á okkur strákana líka.
** Að láta “draga sig á tálar” of einfaldlega, er oftast ekki góður grunnur ef þú hyggst á leit að framtíðar maka.
Að vilja einnar nætur gaman (“one night stand”) er alls ekki slæmur hlutur að mínu mati, en getur oft gefist ílla í makaleit (þetta er þó ekki algilt).
Ástæðan fyrir þessu er sú, að bæði kynin hafa “gaman” af því að “ganga á eftir” þeim hlutum sem þau sækjast í. Þetta er partur af mannlegu eðli fyrir okkur öll. Þeir hlutir sem við fáum upp í hendurnar of einfaldlega eru oftast hlutir sem við metum ekki eins mikið og þeir hlutir sem við þurfum að “vinna fyrir hörðum höndum” til að eignast.
Þetta þýðir þó ekki að við eigum alltaf að láta ganga mikið á eftir okkur, heldur það, að við eigum alltaf að muna þennan part í eðli mannskepnunar, og dæma aðstæður eftir því hverju sinni.
** Síðasta atriðið sem ég ætla að nefna, er eflaust það einfaldasti og augljósasta af þeim öllum. En þar sem ótrúlega margir virðast ekki hafa það á hreinu, og undra sig svo á að þeim gangi ílla í makaleit, þá ætla ég að taka það fram hér.
Þetta atriði er almenn snyrtimennska, og líkamleg uppbygging.
Að vera hreinn til fara, vel hirtur og í ágætis formi, er stór grunnur í því, að kynnast einstaklingum af hinu kyninu. Ég er alls ekki að segja að “mjúkt” fólk, eða annað fólk sem ekki passar inn í það stereotýpu útlit sem viðgengst í okkar samfélagi (s.s. grannur, góðu formi, þessháttar) eigi ekki séns á að finna maka, en það verður að teljast að úrvalið er betra ef við fylgjum samtíðarandanum og reynum að vinna í góðu líkamlegu formi. Einnig er það betra fyrir heilsuna, og oft sjálfstraustið.
Allir þessi punktar hafa fjallað um mjög almenn atriði, en tel ég samt að góð vísa sé aldrei of oft kveðin, allavega ekki í samskiptum kynjanna.
Ég vona að einhverjum hafi fundið þetta skemmtileg lesning, og jafnvel fróðleg.
Ég ætla mér að koma með fleiri greinar hérna, og þá kafa dýpra ofan í sérstök málefni, og fara sérhæfðara í hvert efni fyrir sig.
———
Svo vona ég að einhvert ykkar reyni á mig, og bjóði mér að aðstoða ykkur í einhverjum persónulegum vandamálum tengd samkskiptum kynjanna.
Ef þið búið til kork hérna og setjið “- Frodi” í yfirsögnina (“subject line”) á eftir titlinum á korkinum (s.s. titill korksins), þá skal ég lofa að svara korknum ykkar með minni ráðleggingu eftir bestu getu.
———
Takk fyrir mig.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli.